Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 165
163
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
örnefninu Gaddgeðlar ‘Galloway’, sem bregður fyrir í Orkneyinga
sögu, komið af Gallgoídil með norrænni fleirtöluendingu og brott-
felldum sérhljóða. Eintalan mun hafa verið *Gaddgeðill ‘blendingur,
•naður sem var írskur í aðra ætt og norrænn í hina’. Fyrri liðurinn á
Gallgoídil merkti ‘útlendingur, Norðmaður’. íslenska lýsingarorðið
gelískur er nýlegt tökuorð úr dönsku eða norsku (gælisk), en það er
komið þangað úr ensku (Gaelic). Ef málfræðingar hefðu reynt að hag-
nýta sér foman orðaforða væri keltneskt móðurmál Suðureyinga og
Hálendinga sennilega kallað *geðlíska (með stafa- eða hljóðavíxlun
hefði þetta orðið *geðílska\).
Enska heitið íraland hefur valdið fræðimönnum nokkru hugar-
angri. Svo hagar til að Elfráður Englakonungur (870-99) snaraði úr
latínu veraldarsögu eftir Paulus Orasius (h.u.b. 385-42) og jók í verk-
fe tveim þáttum af sæförum. Annar þeirra hét Óttar (Ohtere) og var há-
feyskur, úr nyrstu byggð Noregs; hann kunni ýmislegt fróðlegt að
Segja af norðurhjara allt til Gandvíkur og Bjarmalands. Óttar nefnir
kaupstaðinn Skíringssal (Scíringeshéal) suður í landi og segir að
Þangað verði siglt af Hálogalandi, þannig ‘að á stjómborða verður
fyrst fyrir íraland og síðan þær eyjar sem liggja á milli íralands og
bessa lands [þ.e. Englands þar sem þátturinn var skráður].’3 Útgefend-
Ur hafa lagt til að breyta íraland í ísaland og þá virðist allt falla í ljúfa
feð, nema að því leyti að óvíst er hvenær Englar fóru að nota heitið
haland. Auk þess em textabreytingar yfirleitt heldur vafasamar lausn-
lr á slíkum vandamálum.
Skynsamlegasta skýringin á íralandi í Óttars þætti sem birst hefur á
Prenti er komin frá Bimi Þorsteinssyni en hún er sú að íraland sé ‘Is-
fend’ og kennt við þá íra (papa) sem vom hérlendis þegar norrænir land-
namsmenn komu hingað (Bjöm Þorsteinsson 1965a:72-81). Sama ár
hirtist önnur grein eftir Bjöm og hné hún á sömu lund: „Um 870 hefja
norrænir og keltneskir menn landnám á íslandi. Nokkm síðar nefnir Ótt-
ar af Hálogalandi ísland íraland í viðræðum við Elfráð ríka, konung
fengil-Saxa” (Bjöm Þorsteinsson 1965b:361). Einsætt er að eylönd þau
sem liggja milli íralands og Englands og era á stjómborða þegar siglt er
1 suður af Hálogalandi hljóta að vera Færeyjar, Hjaltland og Orkneyjar.
“And on þæt stéorbord him bið ærest fraland, and þonne ðá ígland þe synd bet-
Ux íraland and þissum lande” (Bright 1891:41).