Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 166
164
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
2. Skotar, Skotland, skozkr
Svipuðu máli gegnir um orðin Skotar, Skotland og skozkr og írsku
þrenninguna sem þegar var nefnd, að þau munu hafa borist í norrænu
úr fomenskri tungu, þar sem fyrirmyndimar em Scottas, Scotland,
scyttisc. Nú er þess skylt að geta að í ýmsum latneskum fomritum eiga
slík orð við ‘íra’ og ‘írland’. í lífssögu Kolumkilla (Vita Sancti
Columbae) notar Adomnan ábóti (d. 704) heitið Scotia um írland, og
Dicuilius munkur hinn írski kallar írland nostra Scottia ‘Skotland
vort’ í riti sínu um mælingu jarðkringlu (Liber de mensura orbis ter-
rae, 825). Irar fóm að setjast að í Vestur-Skotlandi ekki síðar en um
500, og til þeirrar nýlendu sem kennd er við Dál Riata er að rekja þá
hefð að nota enska orðið Scottas um þá íbúa Skotlands sem mæltir
voru á gelíska eða írska tungu. Hitt kemst ekki í tísku fyrr en löngu
síðar að allir íbúar Skotlands væru kallaðir Skotar, hverja tungu sem
þeir töluðu. Enska heitið Scottas er komið úr latínu, en á þeirri tungu
voru írar kallaðir Scotti allt frá því á fjórðu öld e.Kr. Á miðöldum var
latneska orðið scottice = scotice stundum notað um írska tungu.
í þessu sambandi er rétt að minnast staffræðingsins foma sem tal-
inn er hafa samið ritgerð sína (Fyrstu málfræðiritgerðina) um miðja
tólftu öld. Hann víkur að Skotum í sambandi við framburð bókstafs-
ins c í latínu (eða táknun hljóðsins íkJ) og segir að þeir beri hann ávallt
fram sem k, jafnvel á undan e-i og i-i. Mér virðist hægt að verja þá
skoðun að nafnið Skotar í slíku sambandi sé tvírætt og eigi við annað
tveggja Skota sjálfa eða íra, en Hreinn Benediktsson (1972:194) er
ekki í neinum vafa og staðhæfir ákveðið að staffræðingur hafi íra í
huga.4 Hinn forni fræðimaður lætur sér þó annt um að skrifa skýrt og
ég á bágt með að trúa því að hann hafi farið að rugla lesendur í rím-
inu með því að nota heitið Skotar í óvenjulegri merkingu.
í íslenskum fomritum virðist orðið Skotar yfirleitt merkja ‘írsku-
mælandi íbúa á meginlandi Skotlands’. Margir Suðureyingar mæltu
sömu tungu, en fæstir þeirra lutu Skotakonungi fyrr en með þeim
4 Um skoskan framburð c-s farast Hreini orð á þessa lund: “But that this in-
formation was derived from a Latin literary source, rather than directly from an Irish
source, is suggested by the term skotar, corresponding to Latin Scoti, instead of írar
(Hreinn Benediktsson 1972:194). En hvernig komst Hreinn að þeirri vitneskju að
heimild staffræðings gæti verið írsk fremur en skosk?