Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Síða 167
165
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
samningi Norðmanna og Skota sem gerður var í Perth árið 1266, þeg-
ar Magnús lagabætir seldi Alexander Skotakonungi „Mön og Suður-
eyjar allar“. Þótt nafnið Skotland í fomsögunum gegni yfirleitt sama
hlutverki og nú, að undanskildum Hjaltlandi, Orkneyjum og Suður-
eyjum, þá bregður einstaka sinnum fyrir að það sé notað í þrengri
merkingu og lúti þá að því svæði í Vestur-Skotlandi sem fyrst var
byggt Skotum (= ímm). Hér skal nefna dæmi. í Landnámu segir að
þeir Þorsteinn rauður og Sigurður jarl í Orkneyjum „unnu Katanes ok
Suðrland, Ros ok Merrhæfi ok meir en hálft Skotland “ (Landnáma
1968:136, leturbr. HP). Feitletruðu orðin merkja ‘meira en helminginn
af því svæði sem kennt er við Dál Riata á Vestur-Skotlandi’. Með öðr-
urn orðum: Skotland hér er sambærilegt við hin fylkin fjögur: Katanes,
Suðurland, Ros og Merrhæfi. Orðalag í Orkneyinga sögu bendir til að
skrifari hafi ekki áttað sig á heitinu Skotland í þrengri merkingu: „ ...
°k unnu þeir Katanes allt og mikit annat af Skotlandi, Mærhæfi ok
Ros“ (Orkneyinga saga 1965:8). Og í Laxdælu segir um Þorstein rauð
að hann „eignaðisk hálft Skotland og varð konungr yfir“ (Laxdæla
1934:7), þar sem heitið er notað um allt meginland Skotlands.
I Merlínusspá beitir Gunnlaugur Leifsson (d. 1219) orðinu Út-Skot-
ar og mun hann þá hafa haft í huga Suðureyinga, en þeir vom margir
•uæltir á gelísku eins og Skotar á meginlandinu, jafnvel þótt þeir lytu
óðrum konungi.5 Kenningamar Gandvíkur Skotar og skyld-Bretar
fjöru þjóðar sem notaðar vom um ‘jötna’ mega heita einstæðar.
A írsku og gelísku er Skotland nú kallað Alba, en það orð var upp-
haflega notað um Bretland í heild og stundum um írland. Ætla má að
nafnið Alba í núverandi merkingu sé ekki öllu eldra en upphaf nor-
rænnar byggðar á íslandi.
Bretar, Bretland, brezkr
^rðin Bretar, Bretland og brezkr munu einnig vera komin í norrænu
Ur fomensku, sem hefur ýmsar myndir af þessum orðum, svo sem
Engri átt nær sú hugmynd Sveinbjöms Rafnssonar (1999:387) að heitið Út-Skot-
ai kynni að merkja Orkneyinga. Á dögum Gunnlaugs Leifssonar mun norræna hafa
VC|'ð eina tungan sem gekk í Orkneyjum. Eyjarskeggjar fóru ekki að lúta Skotakon-
Ungi fyrr en á síðara hluta 15. aldar.