Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 168
166
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
Brettes, Brytas; Bretland, Briten; Brittisc, Bryttisc o.s.frv. Þótt enska
landsheitið merkti jafnan Stóra-Bretland í heild, þá lýtur stofninn Brit-
stundum að Walesbúum, rétt eins og verður í íslensku. Brittas og önn-
ur orð í þessum hópi eiga vitaskuld fomar rætur að rekja til latneskr-
ar venju, en allt frá því í klassískri fomöld tíðkaðist orðið Britannia
um Stóra-Bretland og var þó stundum notað um Bretlandseyjar í heild,
að meðtöldu írlandi. Sérstaklega var því beitt um rómversku nýlend-
una sem náði frá Ermarsundi og allt norður að Forthfirði.
Bretland í íslenskum fomritum merkir yfirleitt Wales, en þó bregð-
ur því fyrir einnig að heitið Bretland lúti að bresku svæði í Suðvestur-
Skotlandi (Hermann Pálsson 1961:43-47). í Tristrams sögu er orðið
breska notað um kymríska tungu eða kornbresku og í Strengleikum
um bretónsku.
Orðið Breti er sprottið af ævafomri rót. Grikkir kölluðu íbúa ír-
lands og Bretlands Pretanoí og á fomri latínu voru Bretar kallaðir
Britanni og síðar Brittones. Fomírska orðið Bretain (ft.) ‘Bretar’ heyr-
ir hér til. Á kymrísku er Bretland enn þann dag í dag kallað Prydain.
Nú heyrir kymríska til svokallaðra P-mála í keltnesku, rétt eins og
kornbreska og bretónska, en írska er á hinn bóginn Q-mál og svo eru
þær írsku mállýskur sem kallast manska og gelíska.6 Glöggur munur
á P-málum og Q-málum birtist í upphafi ýmissa orða þar sem tiltekn-
ir samhljóðar hafa þróast hvorir í sína áttina. Þannig er töluorðið ‘fjór-
ir’ cethir á fornírsku en petguar á fornkymrísku. Því er ekki undarlegt
þótt kymríska landsheitið Prydyn ‘Bretland’ samsvari fyrra hluta orðs-
ins Cruithan-túath á írsku, sem merkir ‘Péttaland’; írska orðið tuath
merkir bæði ‘þjóð’ og einnig ‘það land sem hún byggir’.7 Að Cruithne
og Péttum verður vikið síðar.
Engar heimildir geta um breska landnámsmenn hérlendis, en basj-
amafnið Bretalœkur (nú Brekkulækur) í Miðfirði virðist gefa í skyn að
6 Um skyldleika keltneskra tungna sjá Holger Pedersen 1909-13.
7 Málið er dálítið flókið og til glöggvunar skal vitna í nafnaskýringar frá O’Ra-
hilly. Hann gerir ráð fyrir tveim frumbreskum myndum *Pritení og *Pritaní. ,.The
former is the forerunner of Irish Cruthin, and of Welsh Prydyn which means prirnar-
ily ‘Picts’ and secondarily ‘Pictland’ [...] The altemative form *Pritaní [...] survives
in Welsh Prydain (Mid. W. Prydeirí), ‘Britain’. In early Welsh literature Ynys Prydein
invariably means ‘Britain’; but otherwise Prydein has often the restricted sense of
‘Pictland’ (like Prydyrí' ( O’Rahilly 1946:444).