Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 170
168 Flugiir, smágreinar og umrœðuefni
5. Péttland
Enginn vafi leikur á að Péttland er tökuheiti úr ensku, en á þeirri
tungu að fornu brá þjóðarheitinu Péttar fyrir í ýmsum myndum:
Peohtas, Pyhtas, Pehtas. Enska orðið virðist vera komið úr latínu:
Picti. Þjóðarheitið Péttar kemur aldrei fyrir í íslenskum fomritum, en
í norska ritinu Historia Norvegiae frá því um 1200 (sjá t.d. Historia
Norvegiae 1950) segir að Orkneyjar hafi fyrst verið byggðar Péttum
(Peti) og Pöpum (Papae). Norræna heitið á sundinu milli Orkneyja og
meginlands Skotlands, Péttlandsfjörður, sýnir að norrænir menn hafa
notað heitið Péttland.
A írsku voru notuð orðin Cruithne, Cruthin eða Cruthnig um þann
þjóðflokk á írlandi sem gekk undir heitinu Péttar í Skotlandi, eins og
áður var gefið í skyn. Flest er á huldu um Cruithne, en lítið fer fyrir
þeim á írlandi eftir að ritöld þar hefst.9 Öðru máli gegnir um Skotland,
enda var þar péttneskt konungsríki við lýði lram á níundu öld.
Því hefur verið haldið fram að Erplingar í Dölum séu af péttnesk-
um rótum (Hermann Pálsson 1961-62:66-69), og væri þó réttara að
rekja ættir þeirra aftur til Cruithne á írlandi. Eyjarheitið Pjattland á
Breiðafirði og Pjattasteinn í Barðastrandasýslu virðast einnig gefa í
skyn að Péttar hafi slæðst hingað á landnámsöld.
6. Valir, Valland, valskr
Á fornesku gat nafnorðið wealh merkt ‘útlendan mann’, ‘breskan
Kelta’ og ‘þræl’. Síðastnefnda merkingin er sjaldgæf í íslensku en þ°
er vala mengi í Sigurðarkviðu skömmu talið merkja ‘þræla fjölda •
Fyrri liðurinn í skáldlegum samsetningum á borð við vala málm, vala
ript og valbauga er talinn benda annaðhvort til útlendinga eða Breta
(velskra manna). í óbundnu máli íslensku mun valskur ávallt merkja
‘franskur’, einkum ‘norður-franskur’ eða ‘normanskur’. Tunguheitið
valska merkti ‘frönsku, normönsku’. Höfundi Gunnlaugs sögu á þrett-
ándu öld þótti skylt að skýra þau býsn að Aðalráður ráðalausi, enskur
konungur á öndverðri elleftu öld, launaði Ormstungu ríflega fyrir lof'
9 In early Christian Ireland remnants of the Cruthin survived in scattered comrt1'
unities, mainly in the northern half of Ireland” (O’Rahilly 1946:341).