Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 171
169
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
kvæði: „Ein var þá tunga á Englandi sem í Nóregi ok í Danmgrku. En
þá skiptusk tungur í Englandi, er Vilhjálmr bastarðr vann England,
gekk þaðan af í Englandi valska, er hann var þaðan ættaðr“ (Gunn-
laugs saga 1938:70). Söguhöfundur hefur vitaskuld enska yfirstétt
einkum í huga.
í íslenskum fomritum mun Valland ávallt merkja Frakkland eða
Normandí, en þjóðarheitið Valir er flóknara viðfangs. Merkingin
'Frakkar, Norður-Frakkar’ er algengust, svo sem í Fagurskinnu (Agrip
1985:293): „Þá riðu valskir menn í móti og börðust þeir, og flýðu Val-
ir “ í Merlínusspá (I, 23) notar Gunnlaugur þjóðarheitið um íbúa
Kornbretalands, jafnvel þótt hann beiti heitinu Kornbretar tvívegis
annars staðar í sama skyni. Bendir setningin Valir skjálfa (sbr. Weales)
til enskra áhrifa? Freistandi er að gera ráð fyrir því að í vísunni sem
telur upp ráðendur ýmissa þjóða lúti staðhæfingin Völum \téð] Kjái
einnig að Kombretum (Hermann Pálsson 1997:181).
Niðurlag
Hér hafa verið talin helstu orð um keltneskar þjóðir og tungur sem
koma fyrir í íslenskum ritum. Vonandi hefur tekist að sýna fram á að
nauðsynlegt er að huga vel að þeim þegar fjallað er um samskipti Is-
lendinga við þjóðir á Bretlandseyjum.
RITASKRÁ
^grip 19g5 _ Ágrip af Noregskonunga spgum, Fagrskinna, Nóregskonunga tal. Bjarni
Einarsson gaf út. Hið íslenzka fomritafélag, Reykjavík, 1985.
Asgeir Blöndal Magnússon. 1989. íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykja-
vík.
Bjöm Þorsteinsson. 1965a. íraland = ísland. Tímarit Máls og menningar 26:72-81.
Bíörn Þorsteinsson. 1965b. Hlutur Kelta í landnámi íslands. Tímarit Máls og menn-
‘ngar 26:352-61
reta sögur 1914 = Breta sögur hinarfomu. Prentaðar eftir útgáfu Jóns Sigurðsson-
ar forseta í dönskum annálum 1848. Reykjavík, 1914.
Bóght, James-Wilson. 1891. Bright’s Anglo-Saxon Reader. Revised and enlarged by
James H. Hulbert. Holl, Rinehart and Winston, New York. [Endurprentuð 1964.]
Eook, Robert, og Mattias Tveitane (útg.). 1979. Strengleikar. Norsk historisk kjeld-
eskrift-institutt, Osló.