Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 184
182
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
satt að Baldur Jónsson hafi tekið upp þetta orðalag sem þýðingu á
enska heitinu grammatical category þegar hann þurfti á því að halda í
kennslu sinni við Háskóla íslands á síðari hluta sjöunda áratugar 20.
aldar. Kristján Amason notar hugtakið beygingarformdeild í kennslu-
bók sinni fyrir framhaldsskóla (1980:34) en ítarlegasta umfjöllun um
hugtakið málfræðileg formdeild í íslenskri málfræðibók er líklega að
finna í orðhlutafræðibók Eiríks Rögnvaldssonar (1990). Eiríkur styðst
þar mikið við skrif breska málfræðingsins Johns Lyons (1968) og hef-
ur m.a. þetta að segja um málfræðilega formdeild eftir að hafa nefnt
mun á eintölu og fleirtölu í beygingu nafnorða (1990:47):
(1) Slíkar flokkanir, sem taka til (nær) allra orða af ákveðnum
flokki, em nefndar málfræðilegar formdeildir. Tala er þannig
málfræðileg formdeild í íslensku, því að hún er táknuð á reglu-
bundinn hátt í formi (nær) allra nafnorða; og undirdeildir
(gildi) hennar em tvær, eintala og fleirtala.
Þótt þetta virðist ekki flókið við fyrstu sýn er rétt að gefa góðan gaum
að því sem hér stendur. í þessari grein verður nefnilega mikið stuðst
við þau meginsjónarmið sem hér koma fram þegar reynt verður að
finna hvort tiltekið fyrirbæri geti talist málfræðileg formdeild í ís-
lensku. Til að stytta málið mun ég þó oft nota orðið málfræðiformdeild
í staðinn fyrir orðasambandið málfrœðileg formdeild.2
Málið er hins vegar talsvert flóknara en fram kemur í (1) og Eirík'
ur gerir grein fyrir því. Þannig segir hann síðar (1990:48) að „það sem
er beygingarlegt í einu máli geti verið setningafræðilegt í öðm“ og á
þá við að munur á (málfræðilegri) merkingu eða hlutverki sem látinn
er í ljós með tilbrigðum í formi orða í einu máli geti komið fram
reglubundinn hátt með ákveðnu setningafræðilegu sambandi“ í öðru. 1
2 Reyndar er hugtakið grammatical category stundum látið ná yfir fleiri svið
málfræðilegrar flokkunar en hér eru til umræðu, svo sem orðflokka (nafnorð, sagnir
...) og málfræðileg (eða setningafræðileg) hlutverk setningarliða (frumlag, andlag
...). Lyons (1968:274) talar í því sambandi um primary grammatical categories
(þ.e. orðflokka), secondary grammatical categories (þ.e. málfræðilegar formdeild-
ir eins og fall, tölu, tíð, hátt...) og functional categories (þ.e. fyrirbæri eins og frurn-
lag, andlag ...). Hér verður hugtakið málfræðileg formdeild (eða málfræðiforrH'
deild) aðeins notað um það sem Lyons kallar secondary grammatical categories.