Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 188
186
Flugur, smágreinar og umræðuefni
eða tíðbeygja hjálparsögnina hafa (sbr. ‘ég hef elskað’ og ‘ég hafði
elskað’). Með því að tíðbeygja hjálparsögnina munu líka mætti fá
tvenns konar orðasambönd til viðbótar, þ. e. ég mundi elska (sbr. ‘ég
mun elska’ hér á undan) og ég mundi liafa elskað (sbr. ‘ég mun hafa
elskað’) og það hafa málfræðingar reyndar notfært sér.
Þegar þetta er haft í huga verður skiljanlegra af hverju eftirfarandi
átta undirdeildir eru stundum taldar hluti af málfræðiformdeildinni tíð
í íslensku (sjá t.d. Bjöm Guðfinnsson 1946:75-6; svipaða flokkun ma
finna hjá Stefáni Einarssyni 1945:136-37 t.d.):
(4) nútíð:
núliðin tíð:
framtíð:
skildagatíð:
ég elska
ég hefelskað
ég mun elska
ég mundi elska
þátíð:
þáliðin tíð:
þáframtíð:
þáskildagatíð:
ég elskaði
ég hafði elskað
ég mun hafa elskað
ég mundi hafa elskað
Sex fyrstu „tíðimar“ samsvara þýðingunum á latnesku dæmunum sem
talin vom í (3) og tvær þær síðustu (skildagatíð og þáskildagatíð) eru
myndaðar með því að bæta tíðbeygingu á hjálparsögnina munu, eins
og bent var á hér á undan. Nútíð og þátíð hafa þó greinilega sérstöðu
hér eins og áður er nefnt því að þar em engin hjálparorð notuð, enda
kallar Bjöm Guðfinnsson (1946:75) þessar tíðir ósamsettar.5 Þa
vakna a.m.k. eftirtaldar spurningar:
(5)a. Fela hin dæmin sex sem talin em í (4) (þ.e. það sem þar er
kallað núliðin tíð, þáliðin tíð, framtíð, þáframtíð, skildagatíð,
þáskildagatíð) í sér aðgreiningar á málfræðiformdeild eða
formdeildum?
5 Hér er fróðlegt að skoða málfræði Jóns Magnússonar frá fyrri hluta 18. aldaf-
Hún er skrifuð á latínu og þar segir hann tíðir sagna aðeins tvær (sjá Jón Magnússon
1997:162-63). Hann nefnir þó í því sambandi að hjálparsagnir (Verba auxiliaria)
megi nota til að orða af meiri nákvæmni það sem segja skal. Til hjálparsagna telur
hann síðar (1997:238-39) sagnimar vera, hafa, œtla, munu, vilja, skulu, eiga. Auk
þessa nefnir hann nokkrar sagnir sem séu notaðar ‘í stað hjálparsagna’ (Verborunt
auxiliarium vicem) svo sem geta, ásetja, meina, þenkja, verða, hljóta, þurfa, fal'a’
byrja og telur síðan ýmsar ‘umorðanir’ (formulœ circumlocutionis) sem styðjast við
hjálparsagnimar og sagna sem notaðar em „í stað“ þeirra. Eins og Jón Axel HarðaT'
son bendir á í inngangi sínum að málfræði Jóns Magnússonar (1997:LIX-LX) cl
þetta ólíkt því sem Runólfur Jónsson hafði gert í sinni málfræði tæpri öld áður (I65l)>
en hann var bundnari af latneskri málfræði og gerði ráð fyrir fimm tíðum í íslenskum
sögnum (sjá líka Guðrúnu Kvaran 1993).