Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Side 190
188
Flugur, smágreinar og umrceðuefni
í (6a) er greinilega um að ræða greinarmun sem kenndur er við hátt
(e. mood, mode). Aðgreining á framsöguhætti og viðtengingarhætti
uppfyllir greinilega það skilyrði um málfræðilegar formdeildir sern
tilgreint er í (1) hér á undan að ná til „(nær) allra“ orðanna af viðkom-
andi orðflokki (þ.e. sagna í þessu tilviki) og því leikur ekki á tveim
tungum að háttur er málfræðiformdeild í íslensku. Hér er munur mál-
fræðiformdeildanna greinilega sýndur með beygingu þannig að við
segjum að viðtengingarháttur sé beygingarformdeild í íslensku (eða
ein undirdeild eða gildi slíkrar formdeildar). Svo var líka í fornís-
lensku en þessi beygingarformdeild hefur glatast í öðrum norrænum
málum. Þar lifa aðeins leifar af viðtengingarhætti í fáeinum föstum
orðasamböndum (sbr. da. Leve dronningenl, fæ. Gœvi at tað skjótt
varð heystfríl ‘Bara að haustfríið færi nú að byrja!’ o. s. frv.). Þar er þvl
augljóst að aðgreiningin snertir alls ekki „(nær) allar“ sagnir í þessum
málum og getur því ekki kallast málfræðiformdeild þar ef miðað er
við skilgreininguna í (1). — Um önnur dæmi í (6) má nota svipaða
röksemdafærslu og um (6a) í íslensku: í (6b) liggur munurinn í tíð
(nútíð annars vegar, þátíð hins vegar), dæmin í (6c) sýna mun á stig1
(frumstig annars vegar, miðstig hins vegar), í (6d) er munur á persónu
(fyrsta persóna annars vegar, önnur hins vegar) og í (6e) er loks mun-
ur á tölu eins og áður var nefnt.
í dæmunum í (6) eru formdeildimar alls staðar aðgreindar með
beygingu og þær eru óumdeildar að því er ég best veit í íslenskri mál'
fræði. Þó ná þær ekki allar til alveg allra orða í viðkomandi orðflokki-
Stigbreyting nær t. d. ekki til allra lýsingarorða. í fyrsta lagi eru sum
lýsingarorð óbeygjanleg með öllu og taka hvorki stigbeygingu ne
nokkurri annarri beygingu. Þessi lýsingarorð enda gjarna á -a, t.d.
andvaka, dauðvona, klumsa, vitstola, en einnig er til í dæminu að þaU
endi á -i, sbr. hugsi. Ekkert þessara lýsingarorða getur bætt við sig
beygingarviðskeytum miðstigs eða efsta stigs, sbr. *andvaka>'t,
*dauðvonari, *klumsastur, *vitstolari, *hugsastur. Aftur á móti virð-
ast sum þeirra a.m.k. geta tekið með sér hjálparorðin meira og meSt
til að tákna stigsmun, sbr. meira andvaka, mest klumsa, meira hugsl’
mest hugsi. Við getum sagt að það sé stigbreyting (þótt það sé ekk>
stigbeyging) og þetta sýnir annars vegar að merkingin útilokar hei
ekki stigbreytingu og hins vegar að málfræðiformdeildin stig er ekki