Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 191
189
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
bara aðgreind með beygingu í íslensku heldur líka á setningarlegan
hátt. Það er m.ö.o. hægt að breyta um stig með beygingu eða með
setningarlegum hjálparorðum. Tvöfalt kerfi af þessu tagi er ekki
dæmalaust í nágrannamálunum, eins og menn munu kannast við,6 og
stundum eru það einhver formleg sérkenni orðanna sem valda því að
Þau taka ekki þeirri beygingu sem um er að ræða þannig að grípa verð-
Ur til setningarlegrar umorðunar í staðinn.
En það er líka til í dæminu að árekstur verði milli merkingar orðs
°8 málfræðiformdeildar. Þetta á t.d. við um stigbreytingu lýsingar-
°rða. Ef einhver er steindauður getur annar varla verið *steindauðari
(°g ekki heldur *meira steindauður). Alkunna er líka að sum nafnorð
eru ekki notuð í fleirtölu af merkingarlegum ástæðum, t. d. orð eins og
^affi, bræði, kœti, ástúð (sbr. Höskuld Þráinsson 1983). Loks er til í
dæminu að nafnorð sem standa í fleirtölu hafi alls enga fleirtölumerk-
lngu, sbr. orðið dyr (enda er samsvarandi orð í nágrannamálunum yfir-
leitt eintöluorð). Við skulum hafa þetta í huga á eftir.
Á hinn bóginn mun vera næsta óumdeilt að í (7) eru dæmi um orð-
^yndun en ekki beygingu:
(7)a. blár (lo.) - blána (so.)
b. borð (no.) - borðleggjandi (lo., sbr. líka so. leggja og borð-
leggja)
c. fær (lo.) - ófær (lo.)
d. nýta (so.) - gjörnýta (so.)
( þeim tilvikum þar sem um mismunandi orðflokka er að ræða, þ.e.
(7a-b), hlýtur samkvæmt skilgreiningu að vera orðmyndun á ferðinni
en ekki beyging því að orðin geta þá ekki verið ólík form „sama orðs“
eins og þegar um beygingu er að ræða. Þannig er augljós merkingar-
legur og formlegur skyldleiki milli lýsingarorðsins blár og sagnarinn-
ar blána en það er venja að lýsa honum þannig að segja að sögnin sé
Crystal (1985:225) tekur einmitt stig í ensku sem dæmi um málfræðiformdeild
Sern er ýmist sýnd með beygingu (e. inflection), sbr. long - longer - longest, eða með
Setningarlegum hjálparorðum eða umorðun (e. periphrasis), sbr. famous - more
^ 'n°l,s - most famous. f ensku er m.a.s. til að sama lýsingarorðið geti nýtt sér hvorn
sl|nn sem er, sbr. dæmi Crystals (s.st.): happy - happier - happiest og happy - more
'aPpy - tnost happy.