Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Síða 192
190
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
leidd af lýsingarorðinu (eða rót þess) með viðskeytinu -na. Slík vensl
rnilli lýsingarorðs og sagnar koma víðar fyrir og merkingartengslin
eru næsta regluleg. Sögnin merkir þá jafnan ‘verða það sem lýsingar-
orðið merkir’. Mörg þessara lýsingarorða tákna lit en það er þó ekki
einhlítt, sbr. rauður - roðna, svartur - sortna, fölur -fölna, kaldur -
kólna o.s.frv.
Venslin milli nafnorðsins borð og lýsingarorðsins borðleggjandi
eru nokkuð annars eðlis. Orðið borðleggjandi er samsett og greinilega
bæði tengt nafnorðinu borð og sögninni leggja, auk þess sem í því er
að finna viðskeytið -andi? Reyndar má finna sögnina borðleggja í Is~
lenskri orðabók og þar er hún sögð merkja ‘geyma, fresta’. Þar er líka
gefið orðið borðleggjandi og sagt lýsingarháttur nútíðar. Það hefur þó
greinilega mjög óbein eða óvænt merkingarleg tengsl við sögnina
borðleggja því að borðleggjandi merkir ‘sem leggja má á borð eða
sýna, um spil sem eru svo góð að viðkomandi sögn hlýtur að vinnast’,
auk þess sem orðið getur haft afleiddu merkinguna ‘öruggt, víst’-
Þetta eru ekki venjuleg vensl milli beygingarmynda (sbr. skilyrðið um
regluleika sem nefnt var á eftir skilgreiningunni í (1) hér á undan) og
því eðlilegra að telja borðleggjandi lýsingarorð (samsett og afleitt) en
lýsingarhátt sem væri einhvers konar beygingarmynd sagnarinnar
borðleggja (sjá líka umræðu um lýsingarhátt nútíðar og lýsingarorð
hjá Höskuldi Þráinssyni 1999:36-9).
Loks eru (7c-d) dæmi um vensl orða af sama orðflokki en síðara
orðið er leitt af því fyrra með forskeyti. Merkingartengslin eru skýr og
regluleg (eða fyrirsegjanleg) og í fyrra tilvikinu er orðmyndunin
býsna virk. Með því er átt við að mjög oft er hægt að mynda lýsingar-
orð af öðru lýsingarorði með því að bæta forskeytinu ó- framan við og
merkingarmunurinn er augljós öllum (sbr. skýr - óskýr, Ijós - óljó^
tækur - ótœkur, viðbúinn - óviðbúinn, o.s.frv.). Þessi aðgreining n&'
þó hvergi nærri til „(nær) allra“ lýsingarorða (sbr. blár- *óblár,þung'
ur - *óþungur, harður - *óharður, beittur - *óbeittur, o.s.frv.)
uppfyllir því ekki áðumefnt skilyrði sem lýst var í (1) hér á undan-
Auk þess erum við ekki vön því að tungumál hafi neikvæðni sem ser-
af-
7 Slík orð, þ.e. orð sem eru samsett úr a.m.k. tveim rótum og hafa auk þess
leiðsluviðskeyti, kallar Eiríkur Rögnvaldsson afleiddar samsetningar (1990:27).