Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 201
199
Flugur, smágreinar og umræðuefni
Fram að þessu höfum við einkum vitnað til tveggja formdeilda sem
eru táknaðar á setningarlegan hátt í íslensku, þ.e. stigs (miðstigs og
efsta stigs) og þolmyndar. Þar er þó sá munur á að stig er yfirleitt að-
eins táknað með setningarlegum hjálparorðum í undantekningartilvik-
um í íslensku, þ.e. þegar um er að ræða óbeygjanleg orð, en þolmynd
er alltaf táknuð með hjálparsögn og aldrei með beygingu (viðskeyt-
ingu) einni saman. Að þessu leyti er íslenska frábrugðin öðrum nor-
rænum málum þar sem svokölluð -.s-þolmynd er ekki síður notuð en
þolmynd mynduð með hjálparsögnum.13 En þessi dæmi sýna okkui
líka að ekki er útilokað að sama málfræðiformdeildin sé ýmist látin í
Ijós með beygingu eða með setningarlegum hjálparorðum í sama mál-
inu. Það getur verið gott að hafa þetta í huga.
En af hverju segjum við að ineira hugsi og mest hugsi séu stig-
breyting og að meira og mest séu hér setningarleg hjálparorð? Þessi
formgerð er reyndar ekki rædd í tengslum við stigbreytingu í ýmsum
þekktum málfræðibókum (sbr. Valtý Guðmundsson 1922, Stefán Ein-
arsson 1945, Bjöm Guðfinnsson 1946, Þómnni Blöndal 1985), en
sums staðar er þó drepið á hana (Eiríkur Rögnvaldsson 1990:49 o.v.,
Höskuldur Þráinsson 1995:213). Rökin fyrir því að telja þessi orða-
sambönd til stigbreytingar eru þau að þama virðist alveg um sams
konar aðgreiningu að ræða og sýnd er með stigbeygingunni og mál-
fraeðilegu hjálparorðin meira og mest virðast ekki hafa neitt annað
hlutverk eða merkingu en að tjá þessa „málfræðilegu" merkingu. Þessi
°rðasambönd eru einfaldlega notuð í stað stigbeygingarinnar þegar
um er að ræða óbeygjanleg lýsingarorð. Auk þessa er stigbreyting með
sarnsvarandi hjálparorðum þekkt úr nágrannamálunum, t.d. ensku
^sbr. áður) og dönsku. Þar er hún þó ekki bundin við óbeygjanleg orð.
f dönsku er hún t.d. notuð með lýsingarorðum á borð við velkendt,
'Weresseret og praktisk (sjá Allan o.fl. 1995:110), sbr. mere velkendt,
'fest interesseret, mere praktisk, þótt þau orð taki t.d. fleirtölubeyg-
lngu (velkendte, interesserede, praktiske).
Hér er líka vert að glöggva sig á megineinkennum þolmyndarinn-
ar 1 þessu ljósi því að ekki mun umdeilt að hún sé málfræðiformdeild
' íslensku (eða ákveðið gildi málfræðiformdeildarinnar mynd) þótt
13
Sbr. dönsku Zebraen jagedes/blev jaget af l0ven.