Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 210
208
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
vita. Við sjáum þó að sú merking liggur ekki fjarri þegar um athafnar-
sagnir er að ræða (sbr. (24d)) en það getur þó farið eftir aðstæðum.
í þessu sambandi er líka forvitnilegt að skoða dæmin um hina svo-
nefndu þáframtíð, þ.e. dæmi (22b,c), og ummæli Bjöms um þau. Ef
grannt er að gáð má sjá að þau fá tímatilvísun sína eingöngu frá for-
setningarliðunum á morgun og í vetur. Ef þeim er sleppt virðist hátt-
artúlkunin yfirgnæfandi og engin sérstök ástæða til að tengja dæniin
við ókominn tíma eða framtíð:
(25) a. Ég mun hafa skrifað bréfið.
b. Ég mun hafa lesið bókina.
Sú merking sem hér blasir fyrst við er háttarlega merkingin ‘Ég hei
líklega ...’, sem sé óvissa.
Niðurstaðan af þessari stuttu athugun á merkingu sagnarsambanda
með hjálparsögninni (háttarsögninni) munu (þ.e. sambandanna sern
gjarna eru sögð tákna framtíð, þáframtíð, skildagatíð og þáskildaga'
tíð) er sú að háttarmerking sé oft mjög áberandi í þeim. Tíðarmerkmg
kemur helst fram þegar hjálparsögnin er notuð í nútíð með atburða- °%
athafnasögnum.
Nú er spumingin sú hvort menn vilja líta á orðasambönd
sögninni munu sem heild og velja þeim eitt heiti þótt merkingin getl
verið nokkuð mismunandi. Sú leið er gjama farin þegar um beyginS'
arlega aðgreiningu er að ræða, sbr. fyrri umræðu um nútíð: Við köll'
um tiltekið form sagnar nútíð þótt merkingin geti verið mismunand1
eftir aðstæðum, samhengi og merkingarflokki sagnar og samsvarand1
sagnmyndir (og jafnvel sama sagnmyndin) vísað til liðins tíma, yfir'
standandi tíma eða ókomins tíma. Ef við vildum fara hliðstæða lel
hér, gætum við kallað öll sambönd með sögninni munu háttarsah*'
bönd og bent síðan á að merkingarblæbrigðin geta verið mismunan
og m.a. ráðist af merkingarflokki (verknaðarhætti) aðalsagnarinn111,
tíð háttarsagnarinnar (sbr. þau sambönd sem kölluð hafa verið „fraIíl
tíð“ annars vegar og „skildagatíð" hins vegar) og svo því hvort hjálp
arsögnin hafa fylgir með eða ekki (sbr. þau sambönd sem kölluð ha ‘
verið „þáframtíð" annars vegar og „þáskildagatíð“ hins vegar).
En hér erum við í raun komin að spurningu (17c): A kjöro
„Einu sinni skáti, ávallt skáti“ eins vel við um setningarlegar for111