Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 214
212
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
5.5.3 Innskot um verknaðarhátt og horf
Það veldur miklum ruglingi í allri umræðu um málfræðiformdeildir
sagna að sífellt er verið að blanda saman merkingarlegum þáttum sem
felast í sögninni sjálfri, þ.e. verknaðarhætti hennar,19 og málfræðilegu
formdeildinni horf (e. aspect) sem felur í sér beygingarlega eða setn-
ingarlega tjáningu þess hvemig verknaðurinn eða athöfnin stendur á
þeim tíma sem tíð setningarinnar (tíð þeirrar sagnar sem er persónu-
beygð) vísar til. Þannig em áðumefndir merkingarflokkar sagna sem
Dowty (1979) og Vendler (1967) lýsa oft kallaðir „aspectual classes“
í málfræðibókum á ensku (sjá líka Jóhannes Gísla Jónsson 1992:132)
þótt Van Valin (1991:155) til dæmis geri þama greinarmun og tali um
„Aktionsart classes". Þessi greinarmunur kemur líka skýrt fram í skil'
greiningunni á hugtakinu aspect í málfræðiorðabók Crystals
(1985:24, leturbreytingar eru hans):
A category used in the grammatical description of verbs (along
with tense and mood), referring primarily to the way the gramma1,
marks the duration or type of temporal activity denoted by the verb. A
well studied ‘aspectual’ contrast, between perfective and
imperfective, is found in many Slavic languages [...] The Engli^
verb phrase makes a formal distinction which is usually analysed as
aspectual: the contrast between progressive (or ‘continuous’) and
‘non-progressive’ (or simple) duration of action [...] uses of the have
auxiliary are also often analysed in aspectual terms, but this analysis is
more controversial [...] in other languages further aspectual distinctions
may be found, e.g. ‘iterative’ or ‘frequentative’ (referring to a regularly
occurring action), ‘inchoative’ or ‘inceptive’ (referring to the beginning
of an action).
Hér er vert að vekja sérstaka athygli á því að Crystal er að tala um
málfræðiformdeildina horf en ekki merkingarflokkun sagna, sbr. orð
19 f áðurnefndu erindi á Rask-ráðstefnu fslenska málfræðifélagsins í janúar 2000
orðaði Jón Axel Harðarson þetta svo á dreifiblaði:
Með hugtakinu verknaðargerð (þ. Aktionsart) er í stuttu máli sagt átt við ákveð
in einkenni verknaðar óháð textasamhengi eða skoðun talanda. Þessi einkenn1
verknaðar eru innbyggð í merkingu viðkomandi sagnar. Verknaðargerð er þvl
orðfræðileg, þ.e. lexíkölsk, í eðli sínu.
Þetta er meginatriði.