Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 216
214
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
(28) a. Enska notar hjálparsagnir til að greina tvenns konar horf
frá sagnmyndum sem eru ómerktar með tilliti til horfs.
Þetta er annars vegar framvinduhorf (e. progressive), sern
merkt er með hjálparsögninni be ‘vera’ og lýsingarhætti
nútíðar, og svo hins vegar perfektíft horf, sem táknað er
með have ‘hafa’ og lýsingarhætti þátíðar.
b. í slavneskum málum er t. d. munur á rússnesku, sem grein-
ir í sundur perfektíft horf og imperfektíft horf með for-
skeytum eða viðskeytum, eins og áður er lýst, og búlgörsku
sem hefur flóknara kerfi. í búlgörsku er perfektíft horf
greint frá imperfektífu horfí, en auk þess greinir hún í þá-
tíð á milli aóristar og imperfektífs horfs og merkingartil-
brigðin geta orðið býsna flókin.
c. I rómönskum málum er t.d. munur á frönsku talmáli, sem
greinir í sundur svonefnda perfect (j'ai écrit ‘ég hef skrif-
að, ég skrifaði’ (perfektíf merking)) og imperfect (j’écri-
vais ‘ég skrifaði’ (imperfektíf merking)), og spænsku, sem
hefur auk forma er samsvara þeim frönsku sérstakt fram-
vinduform sem minnir á það enska (estoy escribiendo ‘eg
er að skrifa’). Auk þess er svonefnd passé simple notuð 1
frönsku ritmáli (j’écrivis ‘ég skrifaði’ (perfektíf merking).
en hún á sér líka formlega samsvörun í spænsku.
Comrie nefnir ýmis fleiri tilbrigði tengd horfi en það sem skiptir eink-
um máli fyrir okkur hér er að taka eftir því að hann telur bæði sam-
bönd eins og I have written og I am writing sérstök gildi fyrir mál-
fræðiformdeildina horf í ensku. Sama gerir Lyons í áðumefndri bók,
en þar segir hann m.a. þetta (1968:315):
English has two aspects which combine fairly freely with tense and
mood: the ‘perfect’ (e.g. / have/had read the book, I will/would hav?
read the book) and the ‘progressive’ (/ am/was reading the book, 1
will/would be reading the book ...
Niðurstaðan af þessu verður þá sú að ekki sé undarlegt þótt ýmsir is-
lenskir málfræðingar hafi farið að dæmi Jóns Gunnarssonar (1973)
flokkað svonefnda núliðna tíð fremur með horfum en tíðum. Um le^
höfum við séð vitnað í ýmsar formgerðir í tungumálum sem mmna