Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 228
226
Orð aforði
virðist kerling notað í almennri merkingu um konur. í orðabók Fritzners
(1954:278) er merkingarskýringum skipt í fimm liði innan flettunnar. I
fyrsta lagi er merkingin ‘kona’ sem andheiti orðsins maður. Dæmi er
tekið úr Stjóm, fomri biblíuþýðingu, en þar segir: „þessi skal kerling
heita, því at hón er af karlmanninum komin“.1 í öðm lagi merkir kerl-
ing ‘gömul kona’: „mær heitir fyrst hver, en kerlingar er gamlar eru“,
segir í Snorra-Eddu. í þriðja lagi er merkingin ‘gift kona, eiginkona’.
Dæmi er m. a. tekið úr Grettis sögu þar sem segir: „ek ligg einn hér í
húsi ok kerling mín“. Fjórða merking hjá Fritzner er ‘kona sem hefur
sömu stöðu og karlmaður’, t.d. „karls dóttir og kerlingar“. Að lokum er
kerling sagt merkja ‘eitthvað sem er hluti af útbúnaði skips’.
Fáar samsetningar eru nefndar með kerlinga(r)- að fyrri lið. Kerl-
ingabam og kerlingarnef koma fyrir sem viðurnefni og orðið kerl-
ingavilla er sagt notað um fiiru sem gamlar konur halda á lofti. í lok
Helgakviðu Hundingsbana segir t.d.: „Þat var trúa í fomeskjunni, at
menn vóru endrbornir, en þat er nú kölluð kerlingavilla“.
Enn fleiri merkingarliðir, eða ellefu, em undir flettunni kerling í Is-
lenskri orðabók (1983:491). Fjórar fyrstu skilgreiningamar eiga við
konu: 1) ‘gömul kona’, 2) ‘kjarklítill kvenmaður; svalur kvenmaður,
dugnaðarkvendi’, 3) ‘eiginkona (í góðlátlegri kímni eða óvirðingar-
eða kæmleysistón), og 4) ‘almúgakona, fátæk kona’. Hinir átta merk-
ingarliðimir eiga við eitthvað allt annað en konu og ætla ég nú að snúa
mér að þeim.
2.1.2 Kerling í ýmsum samböndum
Undir fimmta lið í flettunni kerling í íslenskri orðabók (hér eftir
skammstöfuð OM) er getið nokkurra sambanda sem kerling kemur
fyrir í og verður nú litið á þau og önnur skyld.
1. fá kerlinguna
merkir ‘snúa síðasta rifgarði í flekk’. Þetta orðasamband er notað þeg-
ar um karlmann er að ræða. Síðast rifgarðurinn nefnist kerling ef karl-
maður lendir í að snúa honum. Þótti lítil sæmd að því að vera eftir á
kerlingu. Fleiri orðasambönd em til um hið sama í talmálssafni Orða-
Dæmin eru tekin upp eins og þau eru í orðabók Fritzners.
1