Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Síða 232
230
Orð af orði
ingarþvættingur. Flest þessara orða eru ekki eingöngu notuð um tal
kvenna heldur einnig sem skammaryrði um ummæli karla sem ekki
þykja hafa merkilegar skoðanir eða tala spaklega.
Til þessa flokks telst einnig orðið kerlingabók, sem þó er oftar not-
að í fleirtölu. Elsta dæmi Orðabókarinnar er úr þýðingu Jóns Ólafs-
sonar úr Grunnavík á Nikulási Klím eftir Holberg. Þar stendur „skrök-
sögur, bábiliur, og kerlíngabækur" (Holberg 1948:168). Orðið hefur
lifað góðu lífi allar götur síðan.
2.2.4 Ýmis náttúruorð
Nokkrar samsetningar tengjast einhverju sem vex í náttúrunni. Kerl-
ingarblinda, -eldur og -ostur eru öll heiti á sveppum, kerlingareyra og
kerlingarhár eru ákveðnar tegundir þara og kerlingarhland er, auk
kaffisopans, haft um krækiber frá fyrra ári sem frosið hafa um vetur-
inn.
2.2.5 Nokkur handavinnuorð
Þótt ekki verði unnt að nefna öll samsett orð af þessu tagi, sem ég hef
rekist á í ýmsum merkingum, ætla ég að bæta fáeinum við áður en ég
sný mér þeim sem eru notuð sem niðrandi orð um konur. Til eru orð-
in kerlingarljós, kerlingarlýsa og kerlingartíra sem öll eru notuð um
ljóst blað eða stykki sem kona setti í kjöltu sér við sauma, einkum til
þess að sjá betur til við að þræða nálina. Kerlingarstafur er stór nál en
kerlingartíta lítill bandhnykill. Kerlingarþóf eða kerlingarkuldi var
haft um lélegt, kalt þóf, einkum ef linlega þótti þæft. Síðar hefur það
verið notað í yfirfærðri merkingu um lélegt verklag. Sums staðar var
kerlingarþóf notað þegar sokkar eða vettlingar voru þæfðir lítillega
milli flatra lófa.
2.2.6 Niðrandi orð um konur
Allmörg niðrandi orð um konur hefjast á kerlingar-. Þeirra á meðal
eru þessi (forliðnum sleppt):
(1) -andskoti, -andstyggð, -álft, -basl, -beygla, -bikkja, -bjánu
-bjóla, -bredda, -brengla, -bryðja, -brýni, -draugur, -durgur, -dyrgjn,
-fjandi,, -flagð, -fífl, -gribba, -gœra, -herfa, -himpi, -hlunkur, -hlussa,
-horrim, -hót, -hrota, -hróf -hylki, -norn, -paufa, -roðræksni, -rotta,