Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Side 236
234
Orð aforði
ur einkum litið til þeirra orða sem samsvara flokkunum í 2.2. Engin
veðurorð fundust sambærileg við 2.2.1 svo við byrjum á fiskbeinum.
3.2.1 Bein í fiski
Til eru orð með karl- að fyrri lið sem notuð eru um hluta af fiski. Karl-
fiskur nefnist t.d. vöðvi í þorskhaus. Karlkjammi er sá hluti steinbíts-
hauss sem meira bein fylgir þegar hann er kollaður upp. Hinn hlutinn
er kallaður kvenkjammi. Annað orð um sama er karlkjanni. í físktálkn-
um eru bein sem nefnast karlprjónar en áður hefur verið minnst á
kerlingarprjóna. í tálknum er einnig stykki sem kallað er karlseista.
3.2.2 Matur
Aðeins eitt orð fannst sem notað er um eitthvað matarkyns. Það er
karlskot og er þeim megin hryggjarins á herðablaði sem minni er mat-
urinn. Kóngsríki er hinum megin.
3.2.3 Skoðun, ummæli karla
Ýmis orð fundust sem lýsa skoðunum eða ummælum karla. Um raup
eru t.d. notuð karlagrobb, karlaraup, karlaskrum. Áður hefur verið
minnst á kerlingarraup notað um grobb karla (2.2.4). Niðrandi orð af
þessu tagi um skoðanir eru t. d. karlabábilja, karlanöldur, karlarugl.
Engin dæmi fundust sambærileg 2.2.4 eða 2.2.5.
3.2.4 Niðrandi heiti um karla
Allmörg niðrandi heiti um karla hefjast á karl-. Þeirra á meðal eru
þessi (forliðnum karl- sleppt):
(3 -álft, -álka, -bjáni, -deli, -djöfull, -drjóli, -dula, -durgur, -fausk-
ur, -flón, -fól, -fress, -garmur, -gaur, -hlunkur, -hlúkur, -hnútur,
-húð, -skarfur, -skrunka, -skröggur, -skutfur, -smán, -svín,
-tuska, -tötur, -ugla, -þrjótur
Fjölmörg fleiri orð af svipuðu tagi mætti telja. Ég ætla að líta til sömu
höfunda og áður en þó þannig að ég vel einungis þau orð sem falla
undir þennan flokk niðrandi heita vegna fjölda þeirra orða með karl-
sem ekki hafa samsvörunina kerlinga(r)-. Þá kemur eftirfarandi í ljós: