Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 242
240
Orð aforði
Skekkijárn
Fyrir fáeinum misserum fjallaði ég lítils háttar um sagir í nokkrum út-
varpsþáttum, einstök heiti þeirra og einstakar orðmyndir og beyging-
ar sem virtust dálítið mismunandi eftir landshlutum. T. d. kom fram að
sums staðar var höfð kvenkynsmyndin þverskera um tiltekna sög en
annars staðar virtist karlkynsmyndin þverskeri ríkjandi. Sama máh
gegndi um orðið langskera — í stað þess var sums staðar notuð karl-
kynsmyndin langskeri.
í sambandi við þessi sagar-orð og fleira orðakyns í sambandi við
sagir minntust nokkrir heimildarmenn á sagartennurnar, legu þeirra
og afstöðu hverrar til annarrar, svo og viðhald og skerpingu tanna a
sagarverkfærum hér áður fyrr. Þá komu m. a. fram orð um áhöld til að
leggja út eða skekkja tennur eins og það var kallað, þ.e. að stilla þasr
þannig af að skurður sagarinnar verði sem bestur. Til þess var notað
sérstakt áhald eða töng sem ekki verður lýst hér en nokkur orð reynd-
ust hlustendur þekkja um þetta verkfæri. Ýmsir nefndu þetta áhald út-
leggjara, sbr. orðalagið að leggja út. Enn fremur nefndu heimildar-
menn orð eins og sagarleggjari, skekkijárn, skekkjari, skekkitöng,
skekkingartöng og skakktenningartöng. Skekki-lskakk-orðin eru
greinilega tilraunir eða tillögur til íslenskunar á orði um þetta verkfasn
í stað hinna danskkynjuðu orða útleggjari og sagarleggjari, sbr. orð-
in udlœgger, savudlœgger og udlœggertang sem notuð hafa verið 1
dönsku um þetta verkfæri.
Ekki virtust orðin skipa sér sérstaklega eftir héruðum eða lands-
hlutum. Hér er um horfin vinnubrögð að ræða, áhöldin gjaman týnd
en einn og einn maður man eftir þessu og þurfti kannski að beita þessu
verkfæri fyrr á árum. Orðið skakktenningartöng reyndist þó nokkuð
forvitnilegt. Um það fengust einungis norðlenskar heimildir, nánar til
tekið af Eyjafjarðarsvæðinu og austur í Fnjóskadal. Við frekari athug-
un kom í ljós að í danskri orðabók eftir sr. Jónas Jónasson á Hrafna-
gili (1896) var danska orðið Udlœgning, m.a. þýtt ‘skakktenning>
beygja (á sög)’. Enn fremur reyndist vera heimild frá 19. öld um so.
skakktenna. í Orda-Safni úr nýara og daglega málinu ... eftir Hallgrím
Scheving kemur so. skekkja m.a. fyrir í merkingunni ‘leggja út’, þ-e-
um tennur í sög, og notar Hallgrímur reyndar so. skakktenna í skýi''