Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Side 245
Ritdómar
Jóhanna Barðdal, Nils Jörgensen, Gorm Larsen og Bente Martinussen. 1997.
Nordiska. Vára sprák förr och nu. Studentlitteratur, Lundi. 536 bls.
Inngangur
Ekki verður sagt að mikið sé til af aðgengilegum bókum sem rekja tengsl norrænna
mála og bera þau saman á margvíslegan hátt. Þess vegna eru nýjar bækur um norræn
mál fagnaðarefni. Aður en ég segi nánar frá þessari bók er þó rétt að skoða markmið
höfundanna því bókin verður aðeins metin í ljósi þeirra.
Markmið höfunda: Þroskasaga norrænunnar
Á bókarkápu segjast höfundar gera tilraun til að setja norrænu tungumálin fimm, þ.e.
dönsku, sænsku, norsku, íslensku og færeysku, undir einn hatt. Þeir ætla sér að skoða
hvernig tungumálin þróuðust saman. mál- og menningarsögulega. Einnig er ætlunin
að skoða landfræðilega útbreiðslu málanna og bera saman orðaforða þeina, beyging-
arkerfi, orðaröð, framburð og mállýskur. Áhersla skal lögð á það sem tungumálin eiga
sameiginlegt og sjónarhomið er samanburðarlegt, þ.e.a.s. tungumálunum er stillt upp
hverju við hlið annars til að finna út hvaða sameiginlegu fleti þau eiga.
Markhópinn segja höfundar vera nemendur í norrænu málunum, sem og aðra al-
menna áhugamenn um tungumál. Þá benda þeir á að bókina mcgi nota sem handbók.
Markmið mitt er nú að gefa yfirlitsmynd af bókinni og skoða hvort höfundar feti
boðaða braut og hvernig þeim takist þá til. Er bókin líkleg til að þjóna námsmönnum
í norrænum fræðum? Fangar hún athygli óbreyttra áhugamanna? Tekst að tengja
tungumálin? Er vægi þeirra í bókinni eðlilegt? Er bókin skýrt og aðgengilega sett
upp? Er hún skrifuð á góðu og læsilegu máli? Er góð samfella í henni? Á hún erindi?
Sem íslenskur lesandi hlýt ég svo enn fremur að skima eftir því hvort tungunni minni
sé gert sæmilega hátt undir höfði og hvort rétt sé með staðreyndir farið.
UPPbygging
Fyrir utan formála, inngang, kafla um hugtök, tilvísanakafla og atriðisorðaskrá
skiptist bókin í átta mislanga kafla. Þeir skiptast í undirkafla sem aftur skiptast í enn
þrengri undirkafla. Aðeins aðalkaflamir hafa númer, undirkaflamir bera eingöngu
nöfn. Áður en ég fjalla um einstaka kafla ætla ég að gera lítillega grein fyrir innihaldi
°g lengd hvers um sig.
íslensktmál 21 (1999), 243-277. © 2000 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.