Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Síða 246
244
Ritdómar
Fyrsti kaflinn (bls. 22-35) heitir „Sprákhistorisk bakgrund" og kynnir helstu mál-
sögulegu kenningarnar. í honum er m.a. sagt frá því sem greinir germönsku málin frá
öðrum indó-evrópskum málum og hvað aðgreinir þau norrænu frá hinum germönsku
málunum.
Annar kaflinn (bls. 36-125) heitir „De nordiska sprákens utveckling" og er efnis-
lega þráðbeint framhald af fyrsta kafla. Þróun norrænu málanna er skoðuð frá víðu
sjónarhomi þar sem pólitísk, trúarleg, tæknileg og menningarleg afstaða skiptir máli-
Landfræðileg útbreiðsla kemur jafnframt við sögu.
í þriðja kaflanum (bls. 126-210), „Ordförrád", tekur tungumálið sjálft völdin.
Orðaforðinn er í brennidepli, hvernig hann þróa(ði)st, í hvaða tilliti hann er sameig-
inlegur, hvemig einstökum orðum reiðir af og hvernig merking breytist.
í fjórða kaflanum (bls. 211-282), „Uttal och ortografi", blómstrar hljóðfræðin
enda erfítt að lýsa framburði öðmvísi á prenti en með því að tengja málhljóðin við rit-
tákn. Framburður og stafsetning tengjast óijúfanlega en engu að síður er ekki á rit-
háttinn að treysta til fullnustu. Þetta samspil er skoðað í kaflanum.
Fimmti kaflinn (bls. 283-346), „Böjningsformer", er sá fyrri sem teljast má tár-
hrein málfræði. Orðflokkarnir eru beygðir alveg baki brotnu og bomir saman milli
mála.
Sá sjötti (bls. 347-360), „Ordföljd", er seinni kaflinn sem má kenna til hreinnar
málfræði. Hann er mjög stuttur og gerir grein fyrir orðaröð, að mestu í ljósi setninga-
fræðilegra tengsla norrænu málanna. Hann er settur í sögulegt samhengi.
Sjöundi kaflinn (bls. 361-383) heitir „Sprákpolitik" og fjallar m.a. um gagn-
kvæman tungumálaskilning innan Norðurlandanna. Hversu vel skildi fólk hvert ann-
að og hversu vel skilur það nú hvert annað? Hver er afstaðan innbyrðis? Hversu mik-
ið framboð á hinum tungumálunum er í hverju landi, á hvaða máli ræðast einstakling-
ar af ólíkum þjóðemum við og hversu mikil kennsla fer fram á hinum málunum i
hinum löndunum?
Áttundi kaflinn (bls. 384-462) ber nafnið „Nordiska texter frán olika tider“ og
hefur að geyma sýnitexta sem er raðað eftir tímabilum.
Síðasti númeraði kaflinn (bls. 463-481) heitir „Termer och begrepp" og er sent
slíkur fullur af skilgreiningum og yfirlitum.
Úrvinnsla
Höfundar færast mikið í fang. Þeir stefna á að finna hið norræna í norrænu málun-
um. Vegna þess að þeir miða við skyldleika málanna neyðast þeir til að sniðganga mál
eins og samísku, finnsku og grænlensku af því að málsögulega hafa þau aldrei átt
samleið með hinum norrænu. Sú ætlun höfunda að leggja fyrst og fremst út af hinu
sameiginlega reynist þeim nokkur fjötur um fót. Þeir voru búnir að sjá það fyrir og
létu þess getið í formála en engu að síður gengu þeir beint í gildrumar. Þrátt fyrir aug-
ljósan skyldleika málanna fimm er samt margt sem skilur þau að, og þá er jafnan að-
eins hægt að fjalla um tvö mál í einu og það sem greinir þau tvö að. Hið sameiginlega
rúmast þannig í einni klausu á meðan hitt sem er ólíkt getur verið það á fímm ólíka
vegu. Fyrir vikið verður textinn nokkuð endurtekningasamur.