Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 247
Ritdómar
245
Hið sögulega hefur mikið vægi. Ekki aðeins eru fyrstu tveir kaflamir krónólógísk
sagnfræði (samtals 104 blaðsíður) heldur bytja flestir hinna líka á sögulegu ágripi, sá
Qórði (um framburð og stafsetningu) sýnu ítarlegustu. Þannig fer ekki hjá því að lesanda
finnist hann hafa séð sumt af þessu áður, og það nýlega. Bilið frá hinu almenna til hins
sértæka er ekki alltaf svo breitt. Það er t.d. rakið hvemig tungumálin fímm greina sig
frá hinum germönsku málunum (bls. 36-37) og svo er tilgreint hvemig sænskan gerir
það án þess að um sé að ræða miklar viðbætur. Lesanda finnst hann vera búinn að lesa
textann framar í bókinni. Þegar svo er enn sagt að uppmni málanna sé sameiginlegur en
þau hafi farið lítillega hvert í sína áttina á hundruðum ára, finnst lesanda kannski sem
nóg sé hamrað á hinu sjálfsagða því að „selvfplgelighedeme" em fullmargar og ég velti
fyrir mér hvaða bakgmnn höfundar haldi að lesendur hafi. „Att mánga sprák i Europa
liknar varandra och har mánga gemensamma drag ar ingen ny upptáckt" (bls. 22) em
orð að sönnu en samt em höfundar að hamra á þessu sem „allir" vita.
Sögulega og sjálfsmeðvitundarlega skiptir það okkur máli að enskan varð fyrst
fyrir áhrifum af norrænu (sbr. bls. 41-42) en ekki öfugt eins og menn halda gjaman.
Nemendur mínir í framhaldsskóla hafa orðið algjörlega bit á þessum upplýsingum í
kennslubókinni — en þeir hafa þá verið á fyrsta ári. Ég efast þannig um að margt í
bókinni komi sæmilega ástundunarsömum nemendum í norrænu á óvart. I þessum
sagnfræðihluta fer þó ekki hjá því að sitthvað nýtt komi fram fyrir flesta lesendur. Ég
vissi t. d. ekki að ástæðan fyrir lítilli endurskoðun á sænskum rithætti á þessari öld er
sú að of kostnaðarsamt yrði að prenta nýjar orðabækur, en Danir gerðu þó meirihátt-
ar breytingar á sinni stafsetningu 1948 og aftur 1986 (bls. 122). Þrotlaus barátta ís-
lendinga fyrir íslenskri íslensku er heldur ekki sniðgengin (bls. 379-380) en margorð-
ur er sá kafli reyndar ekki. Hann dugir engu að síður til að stappa stálinu í móðurmáls-
hjarta Islendingsins sem er ævinlega stoltur yfir að veðurfræðingar okkar skuli ekki
vera meteórólógar og að veglykill skuli veita aðgang að Hvalfjarðargöngunum en
ekki eitthvert útlenskt orð sem ég man ekki einu sinni hvað gæti verið. Hins vegar get-
ur þessi ágæta stefna komið aftan að sér eins og t. d. í orðinu lokalokalok sem cr lok
á lokalok sem sumir nota slettuna ventil um. Um lokalokalok lærðu (og læra kannski
enn) nemendur á meiraprófsnámskeiðum.
1 kaflanum um orðaforða kom fram sú kunnuglega staðreynd að íslenskan hafi
haldið sér allra nonænna mála best, sé líkust hinum sameiginlega uppruna, en þó er
það svo að ,,[o]mkring hálften av orden i de islándska textema förekommer i liknande
foim ocksá i danska, svenska och bokmál, avsevárt fler i nynorska" (bls. 129). Svíar
geta, án dönskunáms, borið kennsl á allt að 90% orða í dönskum texta (bls. 126) en
mun minna t.d. í enskum eða þýskum hafi þeir ekki lært þau mál. í fjórða kafla var
hins vegar sýnt fram á að framburður orðanna er meira aðgreinandi en orðaforðinn
sjálfur (t.d. með töflum á bls. 241 og 276-280). Samanburðartöflumar í orðaforða-
kaflanum sýndu á aðgengilegan hátt mun einstakra orða í öllum málunum (bls.
150-157) þótt ég setti spurningarmerki við sum íslensku (og færeysku) orðin. Ég vík
aðeins að því misræmi í frágangskaflanum.
Það sérlyndi fslendinga að notast ekki við ættarnöfn fær tæpa blaðsíðu (bls. 171)
en útlenskum vinum mínum finnst það ævinlega sæta miklum tíðindum. íslenska