Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 251
Ritdómar
249
Jón Magnússon. 1997. Grammatica Islandica. íslenzk málfrœði. Jón Axel Harð-
arson gaf út. Með inngangi, þýðingu og athugasemdum. Málvísindastofnun Há-
skóla íslands og Háskólaútgáfan, Reykjavík. 277 bls.
Fyrir nokkru réðst Jón Axel Harðarson (hér eftir JAH) í það þarfa verk að gefa út mál-
fræði Jóns Magnússonar (1662-1738) (hér eftir JM) í íslenskri þýðingu. Þetta er í
annað sinn sem málfræðin er gefin út en um fyrri útgáfuna sá Finnur Jónsson árið
1930. Hún birtist þá í ritinu Den islandske grammatiks historie til o. 1800 aftan við
nokkuð ítarlegt yfirlit Finns um tilraunir fyrri alda manna til skrifa um íslenska mál-
fræði. Málfræðin var upphaflega skrifuð á latínu og lét Finnur sér nægja að birta þann
texta. íslensk þýðing gerir mönnum óneitanlega léttara að kynnast tilraun íslendings
til þess að lýsa málinu og öllum þess flóknu reglum. Þetta framtak JAH er afar lofs-
vert því að eldri málfræðiritum hefur verið gefinn fremur lítill gaumur fram til þessa.
Ef litið er á þau með augum nútímans sést oft lítið áhugavert og meira ber á villum en
kórréttum lýsingum. Sé kafað aðeins dýpra hafa gömlu ritin margt að segja um mál
samtíma síns og þróun þess til dagsins í dag. A það ekki síst við dæmi um beygingar
einstakra orða, hvort heldur eru nafnorð, lýsingarorð eða sagnir.
JAH skrifar rækilegan inngang að bókinni. Fyrri hluti hans (XI-XXX) er um lit-
ríkan æviferil JM og hefur útgefandi víða leitað fanga til þess að gefa sem heilleg-
asta mynd af lífi hans og störfum. Rakin eru kvennamál JM og hórdómsbrot, greint
er frá embættismissi og hjónaskilnaði. Undir lokin er gerð grein fyrir fræðastörfum
hans sem voru allmikil, einkum á sviði lögfræði og ættfræði, en einnig virðist JM
hafa haft áhuga á íslensku máli. JAH bendir á orðasafn í handriti (AM 436 4to) sem
eftir hann liggur, þar sem hann ber ýmis íslensk orð saman við orð í latínu og grísku.
JAH sleppir að gera frekari grein fyrir orðasafninu enda kemur það málfræðinni lít-
ið við. Ef til vill ræður áhugi minn á orðfræði því að ég sakna þess að þetta verk JM
skuli ekki hafa verið sett í söguleg tengsl við áhuga á orðfræði og orðasöfnum sem
virðist hafa vaknað á 18. öld. Það sýna orðabókahandrit og orðalistar ýmissa höfunda
sem bæði em varðveittir hérlendis og í Kaupmannahöfn. Það var einmitt Ámi Magn-
ússon, bróðir JM, sem í upphafi aldarinnar hvatti menn sem hann treysti til þess að
skrifa orðabækur. Vel má hugsa sér að orðalisti JM hafi einmitt orðið til fyrir hvatn-
ingu frá Árna. Þessi áhugi á orðabókum helst í hendur við aukinn áhuga á íslensku
máli í heild.
Síðari hluti inngangsins (XXI-LXVII) er um málfræðina sjálfa. Fyrst em rakin
tengsl þeirra JM og Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, en samtöl þeirra á milli 1735 virð-
ast hafa orðið til þess að JM settist niður og skrifaði mállýsingu sína. Hér hefði ég aft-
ur kosið að JAH tengdi málfræði JM samtímanum. Jón Ólafsson var sjálfur byrjaður
að vinna að málfræði áður en þeir nafnar hittust og í bréfi til JM 1734 kemur fram að
hann hafi málfræði undir höndum, enda hafði hann hugsað sér að birta mállýsingu
framan við orðabók sína (sjá t.d. Jón Helgason 1926:150). Hann hætti við þessi áform
þegar honum barst í hendur handrit að málfræði frá JM en talsverð gögn liggja í hand-