Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 252
250
Ritdómar
ritum. Fróðlegt hefði verið að lesa um það hvort þeir nafnar hefðu verið á svipuðu róli
og hvort hugmyndir þeirra um mállýsingu hafi stefnt í sömu átt.
Ég sakna þess einnig að útgefandi skuli ekki geta um málfræðiiðkun á íslandi á
dögum Jóns Magnússonar. Þótt enginn hafi ráðist í það vcrk að skrifa íslenska mál-
fræði var þó áhugi á bættri kennslu og fræðslu og ljóst er af skrifum Jóns Ámasonar
biskups að sárlega vantaði kennslubækur. Reyndi hann að bæta úr þótt hans framlag
snerti fyrst og fremst latínukennslu og er hugsanlegt að áhugi hans hafi haft áhrif á
aðra og þar á meðal Jón (sjá t.d. Nucleus latinitatis 1994:xi—xiii).
Engar heimildir hafa komið fram um það hvort JM hafi þekkt og haft aðgang að
erlendum, einkum dönskum málfræðiritum. Jón Olafsson minnist ekki heldur á slík-
ar bækur í málfræðidrögum sínum, en án efa hefur hann þekkt helstu málfræðirit sem
gefin höfðu verið út í Danmörku á hans dögum og ólíklegt er annað en að þau hafi
borið á góma í samtölum þeirra nafna. JAH kýs að sleppa bollaleggingum um hugs-
anlegar fyrirmyndir, en mér finnst mikilvægt að sjá gömlu fræðiritin í sögulegu ljósi
þótt mér virðist ekki unnt að benda á neina eina bók sem beina heimild. Málfræði
Eriks Pontoppidans, Grammatica Danica, frá 1668 var vel þekkt á dögum Jónanna en
ekki síður rit Peders Syvs, Den danske Sprog-Kunst eller Grammatica, frá 1685.
Á eftir samantekt um tilurð málfræðinnar hefst rækileg lýsing á verkinu sjálfu-
JAH gerir grein fyrir hverjum kafla á skýran og skipulegan hátt. Lýsingin er vand-
virknislega unnin og kemur þar fram mikil og góð málfræðiþekking útgefanda. Alltaf
má þó finna eitthvað sem mátt hefði vera öðruvísi, ef grannt er leitað. Þegar JM seg-
ist t.d. heyra greinarmun á framburði sérhljóðanna i og í annars vegar og y og ý hins
vegar efast JAH um að hann geti verið að lýsa eigin framburði eða framburði 18. ald-
ar manna yfirleitt þar scm afkringingu y, ý og ey hafi verið lokið um miðbik 17. ald-
ar (XXXV). Ég hefði tekið varlegar til orða þar sem leifar af kringingu fundust enn
lengur eins og Ásgeir Blöndal Magnússon benti á (1981, sbr. einnig Konráð Gíslason
1858:5 og Finnboga Guðmundsson 1969:200). Ég hefði einnig kosið að sjá fleiri til-
vitnanir til einstakra rannsókna fróðleiksfúsum lesanda lil gagns. Svo dæmi sé nefnt
hefði mátt geta við athugasemd um beygingu orðsins lœknir (XXXIX) greinar Hreins
Benediktssonar um beygingu /a-stofna (1969).
Umfjöllun JAH er gagnrýnin eins og vera ber og athugasemdir vel rökstuddar.
Hann dregur inn til samanburðar mállýsingu Runólfs Jónssonar frá 17. öld, sem einnig
er mjög athyglisverð, þótt honum hafi ekki alltaf tekist sem best upp fremur en JM-
Mér finnst þó ekki líklegt að JM hafi nýtt sér málfræði Runólfs. Hún hafði nánast
verið dæmd í hel af samtímamönnum (sjá Guðrúnu Kvaran 1993).
Þegar inngangi lýkur tekur við málfræði JM og fer útgefandi þá leið að birta lat-
neska textann ásamt þeim íslenska. Af samanburði fjögurra kafla lít ég svo að að þýð-
ingin sé mjög vel unnin. Ákvörðun JAH um að birta textana samhliða var að mínu
mati mjög skynsamleg. Mikilvægt er að geta séð hvemig höfundar gamalla verka
gengu sjálfir frá textum sínum.
Aftan við þýðinguna cru síðan athugasemdir útgefanda við einstaka staði í sjálf-
um texta JM. Sumar þeirra eru skýringar við einstök orð sem horfin cru úr málinu eða
em á annan hátt torkennileg nútíma lesanda. Þetta kom mér til að hugleiða hversu