Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 254
252
Ritdómar
Nokkrar kennslubækur í íslensku handa nemendum í grunnskóla: Þórunn Blön-
dal. 1994. Mályrkja I. Grunnbók. Námsgagnastofnun, Reykjavík. 227 bls. Þór-
unn Blöndal. 1994. Mályrkja I. Vmnubók 1. Námsgagnastofnun, Reykjavík. 65
bls. Þórunn Blöndal. 1994. Mályrkja I. Vinnubók 2. Námsgagnastofnun, Reykja-
vík. 65 bls. — Þórunn Blöndal. 1995. Mályrkja II. Grunnbók. Námsgagnastofn-
un, Reykjavík. 220 bls. Þórunn Blöndal. 1996. Mályrkja II. Vinnubók. Náms-
gagnastofnun, Reykjavík. 49 bls. — Höskuldur Þráinsson og Silja Aðalsteins-
dóttir. 1998. Mályrkja III. Grunnbók. Námsgagnastofnun, Reykjavík. 221 bls.
Inngangur
Á undanfömum árum hafa miklar breytingar verið gerðar á skipulagi gmnnskólans.
Formlegur rekstur skólanna er nú á ábyrgð sveitarfélaga en fagleg stjómun er ennþa
í menntamálaráðuneyti. Ráðuneytið er ábyrgt fyrir námskrám en sveitarfélögin sjá utn
að framfylgja þeim. Sennilega á eftir að koma í ljós á næstu ámm hvernig þessi skipan
mála gengur, cn ljóst er að margt getur orðið auðveldara í framkvæmd þegar ríkis-
valdið er ekki með fíngur í öllum rekstrarþáttum.
Miklar umræður hafa orðið um kennsluaðferðir í íslensku á liðnum áratug-
Fyrst og síðast hafa menn rætt um sk. heildstæða móðurmálskennslu sem nokkurs
konar andstæðu við bútakennslu sem margir telja að hafi verið áberandi í grunn-
skólakennslu (Ingvar Sigurgeirsson 1993:15). Ohætt er að fagna allri umræðu ura
móðurmálskennslu í grunnskóla, ekki síst þegar haft er í huga að samtals eyða börn
drjúgum stundum í það sem heyrir undir þetta svið. Umræðan hefur mjög markast
af því að menntamálaráðuneytið hefur verið að láta semja námskrá handa grunn-
og framhaldsskólum. Þeirri vinnu er nú lokið að sinni og afurðirnar komnar út (Að-
alnámskrá grunnskóla 1999 [í ellefu hlutum], Aðalnámskrá framhaldsskóla 1999).
Athygli vekur að sumir námsefnishöfundar hafa lagt sitt af mörkum til þessarar
vinnu og mun tæpast á nokkurn hallað þótt nafn Höskuldar Þráinssonar komi fyrst
upp í huga. Hann stýrði forvinnuhópi á vordögum 1997 sem skilaði mikilli skýrslu
um endurskoðun á Aðalnámskrá grunnskóla (1989), hann sat í vinnuhópi um nýtt
námsefni í íslensku sem Námsgagnastofnun skipaði um 1990 og auk þess hefur
Höskuldur ritað greinar um móðurmálskennslu og námskrárgerð (Höskuldur Þra-
insson 1998a,b). Hann hefur svo loks samið Handbók um málfrœði (1995), hið
mesta þarfaþing sem nýtist ýmsum öðrum betur en grunnskólanemendum þótt til
þeirra muni leikurinn gerður, og að lokum má nefna Mályrkju III sem hann samdi
ásamt Silju Aðalsteinsdóttur. Þórunn Blöndal er mikilvirkur námsbókarhöfundur
og á m. a. tvær þeirra bóka sem hér verður nokkuð fjallað um (Mályrkju I og
ásamt þremur verkefnabókum). Hún hefur einnig tekið til máls um kennsluaðferð-
ir (Þórunn Blöndal 1995). Silja Aðalsteinsdóttir hefur samið kennslubækur í bók-
menntum handa framhaldsskólanemendum. Fleira mætti nefna af þessu tagi, en
meginatriði er að benda á að mikill fengur er í því þegar námsefnishöfundar hafa
fyrir því að setja námsefnið í samhengi við ríkjandi námskrá á hverjum tíma og