Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Qupperneq 255
Ritdómar 253
kynna jafnframt markmið sín í kennslu og þá hugmyndafræði sem býr að baki
bókanna.
Að skrifa um heildstæða móðurmálskennslu, þá kenningu eða stefnu sem Mál-
yrkja l-III byggjast á, er hvorki létt verk né löðurmannlegt. Heimir Pálsson (1998:29)
segir að sú „heildstæða móðurmálskennsla sem margan dreymir um lítur á báðar þess-
ar námsgreinar, málfræði og bókmenntir, sem hjálpargreinar í hinu eiginlega móður-
málsnámi í skólum“. Þarna er komið að kjarna málsins, ástæðulaust er að kenna mál-
fræði í grunnskóla nema hún hafa sýnilegan tilgang — og þarf ekki að lesa Aðal-
námskrá grunnskóla - íslenska (1999) lengi til að átta sig á að höfundar hennar leit-
ast við að fara þennan grýtta veg. Markmiðin eru reyndar ströng og metnaðarfull (Jón
Arni Friðjónsson 1998:26) þótt flestir hljóti að vona að námskrá verði tekin alvarlega
(sjá líka Höskuld Þráinsson 1998a). En sennilega er ítarlegust grein um heildstæða
móðumálskennslu eftir Sveinbjörgu Sveinbjörnsdóttur (1999) þar sem hún rekur þátt
bandaríska fræðimannsins Goodmans í kenningunni (sjá Goodman 1986). Hann hef-
ur orðað ýmislegt upp á nýtt sem sagt hefur verið um móðurmálskennslu á þessari öld.
Auðvitað hefur ekki nokkrum manni dottið í hug að sú mynd sem kemur fram í lýs-
ingu Ingvars Sigurgeirssonar (1993:15) á íslenskukennslu í grunnskóla gæti verið eft-
irsóknarverð, en hann telur að minnsta kosti fimm undirgreinar málfræðinnar sem
>,lítil tengsl virtust á milli“.
Námsefni handa grunnskólum hefur að langmestu leyti verið í höndum ríkisrek-
ins fyrirtækis, Námsgagnastofnunar. Nú eru ýmsar blikur á lofti og vera má að þessi
skipan eigi eftir að taka breytingum á næstu árum. Óþarft er að hafa mörg orð um gildi
námsefnis handa nemendum, en þó má ekki gleyma öðrum atriðum. Góður kennari
hefur til dæmis oft verið talinn af hinu góða, sumir telja skólahúsnæði skipta miklu
máli, sérkennslu segja margir nauðsynlega, og nú á seinustu árum hefur hugtakið upp-
lýsingatækni orðið mjög fyrirferðarmikið í allri umræðu um þau verkefni sem rétt er
að leggja fyrir böm í grunnskóla.
Kennslubækur í móðurmáli hafa verið með ýmsu sniði alla þessa öld, en þó er
óhætt að segja að í meginatriðum hafi þær fremur lítið breyst. Til hafa verið lestrar-
bækur með bókmenntatextum, málfræðibækur með beygingum, og margháttaðar
verkefnabækur í tengslum við lesskilning, málfræði og stafsetningu.
I umræðum um íslenskt mál, einkum móðurmál, er margs að gæta. í fyrsta lagi er
tungumál grunnskólans móðurmál þjóðarinnar. Fjallað er um íslenskt mál á íslensku
máli frá fyrsta degi í skóla til þess síðasta. Kennarar tala íslensku, langflestir nemend-
ur tala íslensku. Þannig er oftast um að ræða umfjöllun um efni sem bæði kennarar og
nemendur þekkja og kunna í meginatriðum. Ef til vill má taka svo djúpt í árinni að
segja að börn læri einungis eitthvað nýtt þegar þau læra að lesa. Þá læra þau nýtt
táknkerfi, tiltekinn bókstaf fyrir eitt hljóð eða fleiri, og hvernig þessi tákn samsvara
þekktum hljóðasamböndum. Að öðru leyti eru þau aðeins að setja ákveðna merkimiða
á áður þekkt fyrirbæri sem þau nota alla jafna í samræmi við ríkjandi hefð. í öðru lagi
skiptir tíminn verulegu máli. Böm setjast á skólabekk þegar þau em sex ára og sitja
þar a. m. k. tíu næstu árin eða þangað til þau eru sextán ára. Þessi tími er bæði langur
°g skiptir sköpum fyrir böm og þroska þeirra. Á síðari hluta áratugarins em þau smám