Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 256
254
Ritdómar
saman að breytast úr bami í fullorðinn mann. í þriðja lagi er tungumál afar margslung-
ið fyrirbæri. Hlutverk þess er breytilegt, því er beitt til þess að tala og eiga málfarsleg
samskipti við fólk, og tungumál er einnig listform, til dæmis með því að menn hafa
séð ástæðu til að festa orð á blað, raða orðum saman í ljóð eða í skáldsögu og mai'gt
fleira kemur til. Því er það svo að ævinlega hefur þótt tilefni til þess að gera sem flest-
um þáttum nokkur skil í skóla, en áhcrslur hafa verið mismunandi eins og gengur.
Kennsluaðferðir og kennsluefni hljóta að vera mismunandi eftir aldri bama, þroska
þeima og getu til þess að fást við þætti málsins. Lestur verður til dæmis illa iðkaður
áður en böm verða læs, ritun hlýtur einnig að tengjast lestrarkunnáttu, og bókmennta-
efni þarf að höfða til barna. Aðra þætti eins og hlustun og talað mál virðist mega
leggja áherslu á frá upphafi skólagöngu og þá má auðvitað tengja umræðu um bók-
menntir og mál.
Aðalnámskrá grunnskóla (1989) var leiðarljós þeirra sem sömdu Mályrkju 1-111,
bækurnar sem hér verða gerðar að athugunarefni (þótt vinna við endurskoðun þeimar
námskrár hafi reyndar verið hafin áður en vinnu við Mályrkju III lauk). I þeirri nám-
ski'á er vissulega gerð krafa um samþættingu íslensku og að litið sé á „móðurmálið
sem heild en ekki fjölda stakra námsþátta sem nemendur em þjálfaðir í án samheng-
is“ (bls. 62).
Að yrkja í máiið
Af ýmsum ástæðum þótti henta að skoða bækumar í sérstökum undirköflum þótt saiw
höfundur sé að Mályrkju I og II en tveir aðrir höfundar að Mályrkju III.
Mályrkja I
Framan af bókinni ern fremur stuttir textar, ýmist frumsamdir eða teknir úr blöðum
eða bókum. í flestum tilvikum er efnið tengt tungumálum á einn eða annan hátt, ein-
hvers konar fróðleikur um boðskipti, hvaða nafni sem þau nefnast. Greinar um dýra-
mál, táknmál hcyrnarlausra og Bliss-mál gefa vísbendingar um efni. Höfundur vill
koma þeim boðskap að hjá lesanda að málið er í senn fjölþætt og margslungið — og
einfalt. Boðskapur er einfaldur: Tungumál er til þess að nota. Hvort sem það eru fugl-
ar himins eða menn á sjó skiptir meginmáli að tungumál er til samskipta. Rík áhersla
er lögð á þennan þátt framan af í Mályrkju I. Segja má að sumum dygði smærri
skammtur. Fyrr mætti fara að sinna öðrum þáttum eins og afurðum tungumálsins
(bókmenntum o.fl.) cða fróðleik um málið.
Bókmenntatextar (og einnig aðrir textar) eru oft merktir með stækkunargleri og
vísar það í vinnubók sem fylgir með Mályrkju I. Á bls. 28 er smásaga eftir Þórarw
Eldjárn (Mál er að mæla) og í verkefnabók cru tvær bls. þar sem spurt eru um efm
sögunnar (lesskilningur), spurt um merkingu nokkurra orða, stutt ritunarverkefni og
spurt um merkingu orðasambanda. Hér er sem sagt gerð tilraun til að tengja bók-
menntalestur og umfjöllun um tungumál. í öðrum tilvikum hefur höfundur verkefnw
í kennslubókinni. Þannig eru t.d. verkefni við Kveldúlfs þátt Kjörbúðar eftir Einai
Kárason í kennslubókinni hliðstæð verkefnum þeim sem að framan greinir.