Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 257
Ritdómar
255
Hljóð og bókstafir eru teknir skipulega fyrir þegar höfundur hefur fjallað al-
mennt um tungumál. Síðan víkur sögunni að orði og í framhaldi af því er loks kom-
ið að sjálfri málfræðinni, orðflokkum fyrst. Þar kann að vekja athygli að allt er mjög
hefðbundið í fallorðum en færri orðflokkar koma við sögu þar sem rætt er um óbeygj-
anleg orð (bls. 56). Ekkert er þar nafnháttarmerkið og engar upphrópanir. Raunar heit-
ir taflan yfir orðflokkana Helstu orðflokkar, og hún heitir sama nafni þegar gerð er
grein fyrir beygingum fallorðanna (bls. 85 o.áfr.). Þetta má auðvitað einfalda enn og
standa fast á því að í flokki óbeygjanlegra orða (eða smáorða) séu aðeins forsetning-
ar, atviksorð og samtengingar. Fer sú stund að renna upp að forsetningar og atviksorð
verði í einum og sama flokknum? Þá leið fara höfundar Islenskrar orðtíðnibókar
(Jörgen Pind o.fl. 1991). Sennilega þykir sú hugmynd of róttæk til þess að unnt sé að
bera hana á borð grunnskólanemenda. Þetta hlýtur að leiða hugann að því hvenær
rannsóknamiðurstöður teljast orðnar svo viðteknar að þær eigi heima í kennslubók-
um.
Sumir textanna em hreinar perlur máls og efnis. Þar má nefna þátt eftir Jón Helga-
son um Sæunni Jónsdóttur og mál hennar sem var býsna frábragðið þeirri íslensku
sem hún ólst þó upp við. Ekki fylgja þætti þessum viðamikil verkefni, en hér eins og
víðar í bókunum reynir á útsjónarsemi kennara og hugmyndaauðgi kennara og nem-
enda. Þáttur þessi er afar vel fallinn til athugana á máli og stíl. í honum era t.d. tvö
bréf frá presti til biskups samin snemma á 18. öld. Málfar þessara bréfa er tilvalið að
láta unglinga rannsaka og t.d. grafa upp frumgerðir þeirra og bera saman við sam-
ræmdu gerðina sem prentuð er í kennslubókinni. Ævinlega virðist vera skortur á
námsefni handa samviskusömum nemendum sem jafnframt era sólgnir í meiri fræðslu
og menntun en þeir sem fara sér hægar af ýmsum ástæðum, og er hér tilvalið efni
handa þeim. En þess má einnig geta að mikill fengur er í því að námsefnishöfundar
leggi sig fram um að finna þessar perlur máls og efnis sem víða leynast, alltof fáum
til gagns.
Síðast í bókinni er fróðleikur héðan og þaðan um tungumál, upphaf þeirra og
skyldleika, enn fremur um málstefnu og mál barna.
Múlyrkja II
Mályrkju II er skipti í fjóra meginkafla og enn sem fyrr er fléttað saman textum í
bundnu máli og óbundnu og málfræði, ásamt ýmsum fróðleikskomum sem þó oftast
tengjast efninu. Inngangur heitir Hvað viltu? Síðan taka við þrír kaflar þar sem meg-
instefm era umhverfi, tfska og lífsgleði. Efnisyfirliti er skipað á annan hátt en í Mál-
yrkju I og er við því að búast að breytingin sé heldur til bóta fyrir notendur bókarinn-
ar. I hverjum hluta eru undirkaflar og þar er unnt að sjá strax hvaða efni er í boði
hverju sinni. Bókmenntatextar era í köflum sem heita sögur og frásagnir og ljóð, sér-
stakur kafli er um málfræði o.s.frv. Enn er málfræði greinilega skilgreind á mun víð-
ari hátt en tíðkast hefur í kennslubókum í málfræði sem margir kennarar þekkja best
(sbr. þó bækur Indriða Gíslasonar Málvísi 7-7/7 1989, 1992, 1993; einnig má nefna
bækur sem era notaðar á miðstigi í grannskóla, sjá t.d. Gfsla Ásgeirsson og Þórð
Helgason 1995, 1997). Á 18. síðu er stuttur kafli um málfræði þar sem rætt er um for-