Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 258
256
Ritdómar
skeyti, nokkur þeirra sýnd og tekin dæmi. Síðan kemur stuttur þáttur um orðið systk-
in, sennilega fyrst og fremst til þess að árétta stafsetningu orðsins (þ.e. að í síðari
hluta þess er ekki y, *systkyn mun vera algeng stafsetningarvilla). Hér mætti fremur
taka dæmi um forskeyti en fjalla um systkin þar sem rætt er um viðskeyti. Einnig kann
að orka tvímælis að ekki sé fjallað um viðskeyti þegar forskeyti eru til umræðu. Loks
virðist óþarflega mikil einföldun á ferðinni þegar höfundur segir að systkin „sé mynd-
að úr orðhlutunum systk+in“ á sama hátt og mœðg+in og feðg+in (bls. 18).
Telja má víst að margir nemi staðar við þá kafla í Mályrkju 11 þar sem finna má
texta á grannmálum og verkefni úr þeim (dönsku bls. 22-25, færeysku bls. 64—66,
norsku bls. 124-127 og sænsku bls. 169-172). Höfundur hefur greinilega áhuga á að
sýna mál og kannski einkum málfræði í víðu samhengi, en satt að segja má draga í efa
að móðurmálskennarar nýti sér kaflana í þeim tilgangi. Verkefnin sem textunum fylgja
gefa heldur ekki nægilegt tilefni til þess. Hér færi betur á að semja markvissari verk-
efni þar sem samanburður skipti mestu máli.
Á bls. 51 er athyglisverð nýjung (sjá þó líka Þórunni Blöndal 1985:97). Aftur-
beygð fomöfn em talin tvö, sig og sinn, sig er kallað afturbeygt persónufornafn en
sinn er afturbeygt eignarfornafn. Höskuldur Þráinsson fer sömu leið í Handbók utn
málfrœði (1995:220-221). Ruglingi kann að valda að undir eignarfomöfnum er sinn
einnig nefnt. Nemendur spyrja því réttilega: Hver er munurinn á eignarfomöfnum og
afturbeygðum eignarfornöfnum? Er eignarfomafnið sinn einhvem tíma ekki aftur-
beygt? Svör við þessum spumingum er erfitt að fá í bókinni. En Þómnn Blöndal bend-
ir réttilega á að „[fjlokkur eignarfomafna er nokkuð götóttur, það vantar í hann
fomöfn“, t. d. þau sem vísa til fyrstu og annarrar persónu í fleirtölu. Þetta er því greim-
lega nokkuð flókinn fróðleikur handa þorra grunnskólabama og hæpið er að fjöldinn
geti nýtt sér hann. Þó er eðlilegt og sjálfsagt að vekja athygli á þessu máli. í Mályrkju
III er rætt um eignarfomöfn (79, 80 og 158 (verkefni 159)) og þar er talað um að aft-
urbeygðu fomöfnin séu tvö og sinn er því enn í tveimur fomafnaflokkum án þess að
nægileg grein sé gerð fyrir muninum á þeim. Þó er ágætlega sýnt fram á hliðstæðu
sinn og sig í verkefni í Mályrkju III (bls. 159).
Við fyrstu sýn gæti ýmsum virst sem sum verkefnanna tengdust ekki beinlínis is-
lensku og íslenskukennslu. Verkefni á bls. 77 er gott dæmi um það:
Fáið lánaða heima hjá ykkur eða kunningjum
a) plötu, snældu eða geisladisk með nýlegu íslensku dægurlagi
b) plötu, snældu eða geisladisk með sígildri tónlist
Spilið í bekknum og ræðið:
- Er dægurlagið dæmt til að glatast?
- Hvers vegna hefur tónlistin á hinni plötunni staðist tímans tönn?
Verkefnið er sem sagt fólgið í að hlusta á tónlist og ræða um hana. Hvorttveggja er t
samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla (1999). Þar er nú í fyrsta sinn lögð veruleg
áhersla á hlustun — og auðvitað er ekkert nýtt að nemendum sé með einu eða öðru
móti gert að ræða um tiltekin atriði. Þá skiptir ekki síst máli að fá nemendur til að tala
um það sem þeir hafa áhuga á. Tónlist höfðar sennilega til margra að þessu leyti.