Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Síða 260
258
Ritdómar
ins. Hér verður ekki rætt um fræðilegt gildi þess að gera ráð fyrir horfi í íslensku (sjá
athyglisverða umræðu um þetta hjá Höskuldi Þráinssyni 1999:139-140, sbr. einnig
Eirík Rögnvaldsson 1990:71). Enn er fjallað um sagnir og myndir þeirra og að síð-
ustu fallhætti sagna. Þegar hér er komið sögu er bókin ríflega hálfnuð og röðin kom-
in að forsetningum og atviksorðum. Með orðflokknum samtengingum vindur höfund-
ur sér í setningafræðina. Hann sýnir með því að hann svarar játandi spumingu rit-
stjómar Skímu (1996 40:49-53) hvort kenna beri setningafræði í grunnskólum. Er það
vel, því útilokað er að fjalla um texta án þess að þekkja vel nokkur helstu hugtök í
setningafræði. Nefnd em og skýrð hugtökin aðalsetning, aukasetning og þrír flokkar
aukasetninga, fallsetningar, tilvísunarsetningar og atvikssetningar. Nokkm síðar er
svo fjallað um nokkra helstu setningarliði og vikið að hlutverki þeirra. Sennilegt má
telja að einhverjir kennarar eigi eftir að staldra við setningafræðina og er ekki ósenni-
legt að sumir þeirra muni kvarta undan því að nemendur geti illa lært setningafræði.
Það er miður. Hér gildir eins og ævinlega að nemendur draga dám af áhuga kennara
og sé hann ekki til staðar munu nemendur ekkert ráða við setningafræði. En eins og
hún er kynnt í Mályrkju III er ekki nokkmm vafa undirorpið að vemlegur hluti nem-
enda getur haft mikið gagn af setningafræði. Þeir munu verða hæfari en áður til að
fjalla um texta og hafa öll helstu vopn í höndum til þess að ráða við einfalda grein-
ingu á málsgrein. Stuttlega er fjallað um orðmyndun og undir lokin er stutt lýsing á
mállýskum, merkingu orða og setninga og mcrkingarbreytingum. Enn fremur er rætt
um mun á fomíslensku og nútímamáli, skyldum málum og óskyldum.
I stuttu máli er í Mályrkju III skyggnst undir yfirborðið í ríkari mæli en í tveimur
fyrri bókunum. Víða er vísað í Handbók um málfrœði þótt ekki sé víst að allir nem-
endur muni nýta sér hana.
Niðurstaða
Sennilegt má telja að val á textum og bókmenntaefni sé hvað vandasamast þegar
kennslubækur af því tagi sem hér em til umræðu em samdar. Ekki em allir á eitt sátt-
ir um hvaða skáld skuli nefnd til sögunnar þegar efni úr bókmenntum er valið. í Mál-
yrkju III er meiri áhersla lögð á viðurkenndar bókmenntir en í Mályrkju I og II. í bók-
menntahluta Mályrkju III era kynntir sérstaklega 38 höfundar og verður ekki á þess-
um vettvangi gerð athugasemd við valið. í fyrri bókunum tveimur era miklu fjöl-
breyttari textar og þá fer heldur betur valið að vandast. Svo virðist sem afar fáir dag-
blaðatextar séu þess eðlis að unnt sé að nota þá þegar móðurmálið er kennt heildstætt.
Sumir textanna eiga ekkert erindi í kennslubók, t. d. blaðagrein um karla (Mályrkja II,
bls. 107-108). Ekki er alveg víst að efnið (slöpp brjóst) veki áhuga grannskólanem-
enda, en verra er að greinin er ekki vel skrifuð. Nægilegt framboð er á efni sem samið
er í hita leiksins og ætlað til birtingar f dagblaði. Ástæðulaust er að prenta það í
kennslubókum handa grannskólanemendum nema sérstaklega standi á, t.d. verkefni
séu samin beinlínis til þess að bera saman texta, benda á tiltekin einkenni textans
o. s. frv. Gott dæmi um texta sem úreldist hratt er blaðagrein eftir Sigrúnu Davíðsdótt-
ur (Mályrkja II, bls. 73-74) þar sem vísað er í atburði sem áttu sér stað „fyrir skömmu",