Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Síða 262
260 Ritdómar
að trufla notendur. Aðeins einn litur fyrir utan svartan, gráan og hvítan er notaður í
hverri bók.
Málfar höfunda er yfirleitt heldur lipurt eins og vænta má af svo reyndum
kennslubókarhöfundum. Eitt atriði gæti einhver látið fara í skapið á sér og jafnframt
vakið gleði sumra nemenda en hér er átt við fyrirmæli (sem mætti fremur kalla vin-
samleg tilmæli) í verkefnum: reyndu nú..., getur þú.,.1, nú mátt þú.. .Betra er að
ganga hreint og ákveðið til verks. Það þykir nemendum miklum mun betra.
Því má velta fyrir sér hvemig skyldi ganga að kenna Mályrkju I-III. Mesta reynsl-
an ætti að vera komin á þá fyrstu (frá 1994) en ekki er kunnugt um að mat kennara á
bókunum hafi farið fram. Þó má hiklaust telja að bækur þessar séu afar kennaravænar.
Efni er skipað með þeim hætti að auðvelt er að rekja sig í gegnum þær frá upphafi til
enda, lfki kennumm illa að fara ffam og til baka í bókum. Mjög auðvelt er að sleppa
efnisþáttum sem getulitlir nemendur ráða illa við og jafnframt er leikur einn að benda
á margvíslegt efni, bæði fagurbókmenntir og margháttaðan fróðleik um tungumál,
handa þeim óseðjandi. Áður hefur komið fram að sennilega geri Mályrkja /-/// nokkr-
ar kröfur til kennara, kannski eitthvað meira en sumt af því efni sem lengi hefur ver-
ið á boðstólum. En þar sem það er eitt meginhlutverk kennara að bregðast við nýjum
og breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu verður víst fáum skotaskuld úr að laga sig að
þessum ágætu bókum — hinir geta lagað bækumar að sér.
HEIMILDIR
Aðalnámskrá framhaldsskóla. 1999. Menntamálaráðuneytið, Reykjavík.
Aðalnámskrá grunnskóla. 1989. Menntamálaráðuneytið, [Reykjavík].
Aðalnámskrá grunnskóla - íslenska. 1999. Menntamálaráðuneytið, Reykjavík.
[Námskráin var gefin út í heftum og hér er einkum vísað í heftið um íslensku.]
Eiríkur Rögnvaldsson. 1990. íslensk orðhlutafrœði. Málvísindastofnun Háskóla Is-
lands, Reykjavík.
Gísli Ásgeirsson og Þórður Helgason. 1995. Skinna. Námsgagnastofnun, Reykjavík.
Gísli Ásgeirsson og Þórður Helgason. 1997. Skrudda. Námsgagnastofnun, Reykjavík.
Goodman, Ken. 1986. What's Whole in Whole Languagel Heinemann, Portsmouth,
New Hampshire.
Handbók um málfrceði = Höskuldur Þráinsson 1995.
Heimir Pálsson. 1998. Heildstæð móðurmálskennsla. Skíma 43:20-30.
Höskuldur Þráinsson. 1995. Handbók um málfrœði. Námsgagnastofnun, Reykjavík.
Höskuldur Þráinsson. 1998a. Um menntun íslenskukennara og heildstæða móður-
málskennslu. Mímir 46:45-50.
Höskuldur Þráinsson. 1998b. Um undirbúning nýrrar námskrár í móðurmáli fyrir
grannskóla og framhaldsskóla. Skíma 43:36-45.
Höskuldur Þráinsson. 1999. íslensk setningafrceði. Málvísindastofnun Háskóla Is-
lands, Reykjavík.