Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 265
Ritdómar
263
sjónskynjun og hljóðskynjun. Það er fróðleg lesning þótt venjulegum málfræðingum
(eða hljóðfræðingum sem koma úr málfræðiáttinni) sé kannski mestur fengur að yfir-
liti um þá þætti hljóðeðlisfræði sem þeir þurfa helst að kunna skil á til að verða læsir
á fræðileg skrif um hljóðfræði, svo sem atriði er varða hljóðbylgjur og eiginleika þeirra,
samhljómun, síur, hljóðrófsrit o.s.frv. — í kaflanum um talmál er svo fjallað nánar
um málhljóð, einkum frá hljóðeðlisfræðilegu sjónarmiði. Umfjöllunin er bæði al-
menns eðlis og einnig byggð á rannsóknum á íslensku talmáli, einkum rannsóknum
höfundar sjálfs. — Kaflinn um talskynjun er einna viðamestur og þar er umfjöllunin
líka tengd við íslenskar rannsóknaniðurstöður þótt almenni fræðilegi þátturinn sé
viðamikill. — Sérstakur kafli um talskynjun barna er aftur á móti almenns eðlis, enda
munu ekki hafa verið gerðar miklar sénslenskar rannsóknir á því sviði. — Kafli um
ritmál hefst á almennum fróðleik um þróun ritmáls eða rittákna og ólík afbrigði, en
síðan er stuttur kafli um íslenska stafsetningu þar sem m. a. er rætt um hina merku til-
raun fyrsta málfræðingsins svokallaða til að setja íslendingum stafróf (sjá t.d. grein
eftir Gunnar Harðarson í þessu hefti íslensks máls og rit sem þar er vísað til). Megin-
markmið kaflans er þó líklega að vera undirstaða undir síðustu kaflana. — Næstsíð-
asti kaflinn fjallar um lestur, einkum frá sálfræðilegu sjónarmiði eins og vænta má, og
þar er líka stutt yfirlit yfir helstu heilastöðvar sem koma við sögu í lestrarferlinu. —
Síðasti kaflinn er svo um lestrarnám og torlæsi. Þar er m.a. fjallað um þátt svokall-
aðrar hljóðkerfisvitundar og vikið að íslenskum athugunum á stafsetningamámi. —
ítarleg heildarskrá yfir rit er í bókarlok, en auk þess er vísað í lesefni í lok einstakra
kafla. I báðum tilvikum er bæði vísað í innlend og erlend fræðirit og greinar. — Aft-
ast eru svo nafnaskrá og atriðisorðaskrá.
Efnistök
Af því sem þegar hefur verið rakið um efni bókarinnar má fá nokkra hugmynd um
efnistökin. Bókin heitir Sálfrœði ritmáls og talmáls (leturbr. mín) enda er sjónarhom-
ið einkum sálfræðilegt. Fyrir „venjulega málfræðinga" er það bæði kostur og galli.
Kosturinn er sá að þetta gefur málfræðingnum nýja sýn á sum viðfangsefnin. Auk
þess er afar gagnlegt fyrir málfræðinga (og verðandi málfræðinga) að fá á einum stað
traust yfirlit á íslensku yfir helstu atriði hljóðeðlisfræði og hljóðskynjunar þar sem
dæmi em einkum tekin af málhljóðum. Gallinn er kannski sá að stundum saknar mál-
fræðingurinn þess að ekki skuli vísað meira í málfræðileg (eða hljóðkerfisfræðileg)
álitamál og sjónarmið eða vakin athygli á hinum áhugaverðu (en stundum torræðu)
tengslum hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Það er þó óréttmætt að kvarta yfir slíku því
að bókin nýtur þess einmitt að höfundur hennar hefur undirstöðumenntun í málfræði
og þekkir til viðfangsefna málfræðinga. Þetta sést t.d. strax í inngangi bókarinnar.
Auk þess er líka mjög gagnleg umræða í bókinni um þátt talskynjunar í því að setja
hljóðkerfum takmörk, ef svo má segja.
Höfundi er einkar sýnt um að draga mikið efni saman í stuttu máli. I því efni er
sérstök ástæða til að lýsa ánægju með vel valdar og vandaðar skýringarmyndir. Lang-
orðum mönnum kann reyndar að þykja stíllinn fullknappur á stöku stað og ekki er
ólíklegt að eitthvað af formúlum og línuritum fari fyrir ofan garð og neðan hjá venju-