Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 270
268 Ritfregnir
málnotkun getur oft verið aðfinnsluverð og óviðeigandi þótt hún sé málfræðilega rétt (þar
sem rétt merkir „í samræmi við (einhverja) íslenska málvenju", sbr. bls. 26). — Síðari
hluti bókarinnar er „stafrófsröðuð skrá með leiðbeiningum um vandað málfar, þ. e. mál-
far sem telja má við hæfi í málsniðum vandaðs talaðs máls í talmiðli" (bls. 5). Formsins
vegna er þama ekki alltaf gott að koma skýringum við og því getur kannski stundum orð-
ið erfitt fyrir notandann að átta sig á ástæðum þess að mælt er með einu fremur en öðru.
Höfundur leitast þó víða við að færa rök fyrir máli sínu. Kannski væri reynandi í næstu
útgáfu að vísa í einhveijum tilvikum úr síðari hlutanum í almennu umræðuna í fyrrihluta
bókarinnar til að tengja leiðbeiningamar við þá málstefnu sem þar er lýst.
Bókin virðist aðgengileg og ætti að nýtast hverjum þeim sem þarf að flytja mál
sitt á opinberum vettvangi eða færa það í letur, ekki bara fjölmiðlafólki. Skráin yfir
hjálpargögn hlýtur til dæmis að vera kærkomin öllum sem láta sig vandaða málnotk-
un einhverju varða.
Tvö grundvallarrit um málsögu
Magnús Snædal. 1998. A Concordance to Biblical Gothic. I. Introduction. Texts.
II. Concordance. Málvísindastofnun Háskóla íslands og Háskólaútgáfan,
Reykjavík.
Jón Helgason. 1999. Málið á Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar. [Endur-
prentun eftir fmmútgáfunni frá 1929.] Rit um íslenska málfræði 4. Málvísinda-
stofnun Háskóla Islands, Reykjavík.
Verk Magnúsar, A Concordance to Biblical Gothic, er eins og nafnið ber með sér orð-
stöðulykill að gotnesku biblíumáli, en gotneska hefur sem kunnugt er fyrst og fremst
varðveist í biblíuþýðingu (úr grísku) frá fjórðu öld. Sú þýðing er jafnan kennd við
Úlffla (Wulfila) biskup. Fyrra bindið er XXXIV + 70 blaðsíður. í því er fyrst inngang-
ur (með rómversku blaðsíðutali) þar sem gerð er grein fyrir verkinu og nokkur dæmi
um handritamun eða mismunandi lestilgátur fræðimanna skýrðar. Þar er líka ritaskrá.
Síðan er allur textinn birtur, með nokkmm athugasemdum um leshætti neðanmáls. —
Síðara bindið er svo sjálfur orðstöðulykillinn á 1257 blaðsíðum. Búturinn um hvert
orð hefst á málfræðilegri greiningu þess og yfirliti yfir þær beygingarmyndir sem fyr-
ir koma í textanum ef um beygjanlegt orð er að ræða. Þannig stendur um orðið atta
‘faðir’ (þýðing er reyndar ekki gefin) að það sé karlkynsorð og sýnt að allar beyging-
armyndir þess koma fyrir í textanum, þ.e. eintölumyndimar nf. atta, þf. attan, þgf-
attin og ef. attins og fleirtalan nf. attans, þf. attans, þgf. attam og ef. attane. Síðan
koma öll dæmin um hverja orðmynd, ásamt samhengi og tilvísun í textann. Miklu al-
gengara er auðvitað að aðeins finnist dæmi um fáeinar beygingarmyndir en ekki alla
beyginguna eins og í þessu tilviki. — Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hversu
gagnlegt það er fyrir málsögufræðinga að hafa aðgang að þessum lykli. íslenskur
markaður er þó lfldega heldur takmarkaður og þess vegna er inngangur og allar skýr-
ingar á ensku.