Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Síða 272
270
Ritfregnir
yfir færeyskar orðabækur og orðalista og þar má finna yfir 50 titla ef allt er talið. Það
má þykja ótrúlega há tala. — Fyrir íslenska lesendur getur verið forvitnilegt að skoða
eina flettu úr orðabókinni og þær upplýsingar sem fylgja:
abbi -a, -ar k[ 1 faðir at faðir el. móður, faðirfaðir, móðurfaðir, ~ mín; sbr. avi 2
gamal maður, ein gamal ~ 3 abbar (skaldsk.) forfedrar, hvílið tit kvirrirjorn-
ir abbar 4 steina abbar skjóta vprpur, sí vprpa; sms. o.s.frv. av-, lang-, old-,
oldur
Það er full ástæða til að óska Færeyingum til hamingju með þessa orðabók — og
reyndar ærin ástæða til að öfunda þá líka!
Fjórða hefti orðfræðiritsins Orð og tunga inniheldur einkum fyrirlestra frá „málþingi
um almenna íslenska orðabók — stöðu og stefnumið“ (sbr. formála ritstjóra, bls. vii).
Málþingið var haldið í október 1997 á vegum Orðabókar Háskólans, Orðmenntar og
Máls og menningar. Tilefnið var sú endurskoðun sem nú stendur yfir á Islenskri orða-
bók sem Menningarsjóður gaf út á sínum tíma (1963 og 1983) og því fjölluðu fyrir-
lestramir einkum um einkenni þeirrar bókar og eðli, auk hugmynda um lagfæringar
og breytingar. Höfundar þeirra greina ritsins sem eiga beinlínis rætur að rekja til ráð-
stefnunnar eru Mörður Amason (Endurútgáfa Islenskrar orðabókar...), Guðrún
Kvaran (Uppmni orðaforðans í „Islenskri orðabók'1), Jón Hilmar Jónsson (Glíman við
orðasamböndin), Eiríkur Rögnvaldsson (Málfræði í íslenskri orðabók: Hvemig og til
hvers?), Kristín Bjamadóttir (Orðaforði í skýringum), Dóra Hafsteinsdóttir (Fagorða-
forðinn) og Ari Páll Kristinsson (Málræktarhlutverk almennrar íslenskrar orðabókar).
Síðasta greinin í heftinu er svo eftir rússneska orðabókarhöfundinn Valerij P. Berkov
(Tvímála orðabækur í veröld nútímans), en hún er byggð á fyrirlestri sem hann flutti
á vegum Islenska málfræðifélagsins í október 1997. — Eins og sjá má af þessu efn-
isyfirliti er hér litið á einkenni orðabóka frá ýmsum sjónarhomum og líklegt að þeir
sem vinna nú að endurskoðun Islenskrar orðabókar geti haft mikið gagn af þessum
greinum. Auk þess varpa greinamar ljósi á margar hliðar þess vanda sem orðabók-
arhöfundar þurfa að glíma við.
Fjórar málfræðibækur um norræn mál
Paulivar Andreasen og Ami Dahl. 1997. Mállœra. Fproyja Skúlabókagmnnur,
Þórshöfn.
Jan Terje Faarlund, Svein Lie og Kjell Ivar Vannebo. 1997. Norsk refe-
ransegrammatikk. Universitetsforlaget, Osló.
Christer Platzack. 1998. Svenskans inre grammatik - det minimalistiska pro-
grammet. En introduktion till modem generativ grammatik. Studentlitteratur,
Lund.