Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Síða 274
272
Ritfregnir
ar) kemur einnig fram að bókin er ekki bara lýsing á sænskri málfræði (eða málkunn-
áttu) heldur ekki síður inngangur að því afbrigði málkunnáttufræði (e. generative
grammar) sem gengur undir nafninu naumhyggjumálfræði (e. minimalist program)
og bandaríski málfræðingurinn Noam Chomsky hefur mótað meira en aðrir. Fyrstu
kaflar bókarinnar eru almennur inngangur og fjalla í sjálfu sér ekki um sænsku sér-
staklega að öðru leyti en því að skýringardæmi eru jafnan sænsk. Fyrsti kaflinn er um
eðli málkunnáttufræðinnar og sögu hennar frá miðjum sjötta áratug 20. aldar, annar
kafli er um formlega þætti sem varða lýsingu setningagerðar, sá þriðji um naum-
hyggjukenninguna. Síðan koma fjórir kaflar um sænska setningagerð og fjallar sá
fyrsti um orðaröð fremst í setningum, annar um frumlag og andlag, sá þriðji um form-
gerðir með sögn í fallhætti og sá fjórði um atviksorð og tengda liði. Þá kemur kafli
um forsetningar, nafnorð og lýsingarorð, því næst kafli um tóma setningarliði, og þar
á eftir kafli um bindingu fomafna. Næstsíðasti kaflinn er um máltöku og máltap og sá
síðasti um tengsl hugmynda um hina svokölluðu innri málfræði annars vegar og hins
vegar þess sem við erum vön að kalla mál (s. sprák) í daglegu tali. Bókin er sett upp
eins og kennslubók með æfingum í lok hvers kafla og ábendingum um lesefni. Auk
þess er ritaskrá í bókarlok, ásamt nafnaskrá og atriðisorðaskrá, en alls er bókin ix +
307 síður í handhægu broti. — Platzack er reyndur kennslubókahöfundur, kennari og
fræðimaður og bók hans er áreiðanlega góður kostur fyrir íslenska lesendur sem vilja
kynna sér nýlegar kenningar í setningafræði því sænsku dæmin standa oft býsna nærri
íslensku. Þeir geta því fræðst um setningagerð sænsku og borið hana saman við ís-
lensku um leið og þeir glöggva sig á almennum setningafræðikenningum.
Síðasta bókin sem hér er nefnd, bók Bames um fomíslensku, A New Introduction to
Old Norse, er hugsuð sem hjálpargagn fyrir háskólanema sem era að þjálfa sig í lestri
fomíslensku og hafa enga undirstöðu í því máli og litla þekkingu á málfræði almennt.
Ætlun höfundar er m. a. að leysa úr þeim vanda að flestar tiltækar málffæðibækur um
fomíslensku eru byggðar á sögulegum granni og fjalla gjama um þá sögulegu þróun
sem liggur að baki fomíslensku. Auk þess gera þessar bækur ráð fyrir meiri þekkingu
á málfræði en venjulegir nemendur öðlast í skólum, t. a.m. á Bretlandi. Markmið bók-
arinnar er aðeins það að auðvelda eins mörgum og kostur er að ná tökum á því að lesa
fomíslensku (sjá bls. 1). Að inngangi loknum er fjallað um (samræmda) stafsetningu
fomra texta og tengsl hennar við (líklegan) framburð málsins. Síðan kemur þriðji kafli
og fjallar samkvæmt kaflaheitinu um samspil beyginga og setningagerðar (Mor-
phology and Syntax). Hann hefst á bls. 22 og honum lýkur ekki fyrr en á bls. 253 og
þá er bókin næstum búin (hún er alls 259 síður í litlu broti). Þessi kafli skiptist reynd-
ar í fjölmarga undirkafla og þeim tengist fjöldi hagnýtra og gagnlegra æfinga. A eft-
ir honum kemur síðan listi yfir málfræðihugtök sem era skýrð framar í bókinni, með
vísun til þeirra staða þar sem þau era skýrð, og þar á eftir fylgir listi, með skýringum,
yfir nokkur málfræðihugtök sem era ekki skýrð framar í bókinni. Bókinni lýkur svo
á stuttri skrá þar sem einkum era taldar málfræðibækur (um fomíslensku og nútíma-
íslensku) og orðabækur. Megináherslan í bókinni er á skýra framsetningu og hagnýtar
æfingar og er ekki að efa að hún þjónar þeim markhópi sem hún er ætluð mun betur