Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Side 276
Ritfregnir
274
Tvær bækur um mörg mál
Lars S. Vik0r. 1995. The Nordic Languages. Their Status and Interrelations.
Novus, Osló.
Baldur Ragnarsson. 1999. Tungumál veraldar. Háskólaútgáfan, Reykjavík.
Bók Vik0rs, The Nordic Languages, er nokkuð annars eðlis en algengast er um bæk-
ur um mál á Norðurlöndum. Hún fjallar nefnilega ekki bara um þau mál sem oftast eru
kölluð Nordic languages á ensku, þ.e. norrænu málin dönsku, færeysku, íslensku,
norsku og sænsku, heldur einnig um önnur mál sem eru töluð á Norðurlöndum, nefni-
lega finnsku, samísku, grænlensku og meira að segja er vikið að máli sígauna á Norð-
urlöndum, en það greinir Vik0r greinir reyndar í tvo aðalbálka og notar annars vegar
orðið Romani (um leifar af máli innflytjenda af kynþætti sígauna til Norðurlanda um
1500) og hins vegar Romanes (mál sem síðari innflytjendur af sama stofni tala á Norð-
urlöndum, en það er reyndar að verulegu leyti sameiginlegt mál sígauna í Evrópu).
Bókin skiptist í átta aðalkafla. I þeim fyrsta er fjallað um málsvæðið og gerð grein
fyrir notkun orðanna Nordic og Scandinavian í bókinni. Þar kemur m. a. fram að Vik0r
notar lýsingarorðið Nordic um það sem snertir Norðurlönd sem heild, þar með talið
Finnland og Grænland, en Scandinavian um það sem varðar Danmörku, Noreg og
Svíþjóð sérstaklega — og reyndar einnig Færeyjar og ísland ef hann er að tala um
fyrri aldir. Hvorugt þessara lýsingarorða samsvarar því orðinu norrænn eins og það er
oftast notað í íslensku þegar rætt er um tungumál (þá er oftast átt við málin sem eru
runnin frá norrænu, þ.e. dönsku, færeysku, íslensku, norsku og sænsku) en Nordic
samsvarar hins vegar íslenska lýsingarorðinu norrœnn þegar rætt er um norrœnt sam-
starf eða Norrœna félagið. I öðrum kafla er svo rætt um tungumálin sem áður voru
nefnd og stiklað á stóru í sögu þeirra. Þriðji kafli fjallar um stöðu einstakra tungumála
innan þjóðríkjanna (t. d. stöðu sænsku í Finnlandi, samísku í Finnlandi, Noregi og Sví-
þjóð, stöðu dönsku og færeysku í Færeyjum og dönsku og grænlensku á Grænlandi,
og m.a.s. stöðu dönsku og þýsku í Slésvík). í fjórða kafla er greint frá mállegum sam-
skiptum milli Norðurlandanna innbyrðis og aðferðum sem Norðurlandabúar nota til
að gera sig skiljanlega hverjir öðrum. Fimmti kafli er svo um tengsl við önnur mál,
svo sem innflytjendamál á Norðurlöndum, stöðu og hlutverk ensku, og norræn mál í
öðrum löndum. Sjötti kaflinn fjallar um málnefndir á Norðurlöndum og sá sjöundi um
það sem Vik0r nefnir linguistic climate og á þá við afstöðu til máls og málnotkunar á
hverjum stað og tíma, svo sem það hvað sé talið æskilegt, hvað umdeilt og hvað ótækt
í efnum sem varða málnotkun og málstefnu. Attundi og síðasti kaflinn er svo um
framtíðina og hann er auðvitað langstystur. I bókarlok er svo ritaskrá, nafnaskrá og
listi með heimilisföngum málnefndanna á Norðurlöndum. Bókin er alls 246 síður í
litlu broti. — Eins og sjá má af þessari lýsingu er hér ekki um að ræða venjulega mál-
fræðibók heldur fremur bók um málfélagsleg efni. Þar er auðvitað margt kunnuglegt
fyrir þá sem hafa fylgst með umræðu um málstefnu og þekkja til norræns samstarfs.
Um leið verður þetta heppilegt yfirlit fyrir þá sem vilja kynna sér stöðu þessara mála
á Norðurlöndum almennt. Fyrir íslenska lesendur er þó kannski forvitnilegast að sjá