Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 277
Ritfregnir
275
það sem segir um innflytjendur og innflytjendamál annars staðar á Norðurlöndum, en
einnig upplýsingar um stöðu einstakra tungumála þar (líka þeirra sem Vik0r kallar
Nordic) því þar eru málsamfélög yfirleitt samsettari en það íslenska er orðið.
Bók Baldurs Ragnarssonar, Tungumál veraldar, er allt annars eðlis þótt hún fjalli
reyndar líka um mörg tungumál (reyndar miklu fleiri). Hér er nefnilega um að ræða
aðgengilegt yfírlit yfír helstu tungumál veraldar. í inngangi er sagt frá dreifingu
tungumála og málaætta eftir heimsálfum. Meginhluti bókarinnar er svo stafrófsraðað-
ur listi þar sem hægt er að fletta upp einstökum tungumálum og fá upplýsingar um
helstu einkenni þeirra, hve margir tala þau, hvar þau em einkum töluð, hver staða þeirra
er (em þau t.d. opinber ríkismál) o.s.frv. Ýmiss konar sögulegur fróðleikur flýtur
einnig með, auk þess sem vísað er í lýsingu á viðkomandi málaætt eða málaflokki, en
í þessum stafrófsraðaða meginkafla má líka finna málaættir. Aftan við þennan aðal-
kafla er kafli sem heitir Lönd og tungumál. Þar er hægt að finna einstök lönd og fá
upplýsingar um það hvaða mál em töluð þar, hvaða mál er (eða em) ríkismál, o.s.frv.
Þar á eftir kemur listi er nefnist Málaættir og málaflokkar og lokst er stutt heimilda-
skrá í bókarlok. Þetta er ákaflega handhægt og gagnlegt uppflettirit fyrir alla þá sem
hafa áhuga á tungumálum eða þurfa að fá upplýsingar um tungumál og stöðu þeirra
með ólíkum þjóðum, t.d. vegna náms síns eða starfs. Bókin er alls 293 blaðsíður.
Fjórar kennslubækur
Ragnheiður Briem. 1995. Réttritun handa framhaldsskólum. [2. prentun 1999.]
Mál og menning, Reykjavík.
Sigurður Konráðsson. 1996. Hijóðfrœði. Mál og menning, Reykjavík.
Ragnheiður Briem. 1998. Heföbundin setningafrœði handa framhaldsskólum.
Mál og menning, Reykjavík. [Einnig æfingaheftin Verkefni (1998) og Ný verk-
efni (1999).]
Gísli Skúlason. 1999. Hagnýt skrif. Kennslubók í ritun. Mál og menning,
Reykjavík.
I formálanum að bók Ragnheiðar Briem, Réttritun handa framhaldsskólum, segir að
hlutverk hennar sé tvíþætt. „Annars vegar em í henni rifjaðar upp stafsetningarreglur
sem framhaldsskólanemar hafa þegar kynnst í grannskóla en þurfa nú að læra til hlít-
ar undir leiðsögn kennara. Hins vegar er seinasti kaflinn, rösklega þriðjungur bókar-
innar, þannig úr garði gerður að nemendur eiga að geta með sjálfsnámi rekið smiðs-
höggið á kunnáttu sína... Bókin ætti því að geta nýst hverjum þeim sem fysir að bæta
réttritunarkunnáttu sína, hvort sem er innan skóla eða utan.“ Þetta er ágæt lýsing á
bókinni. Hún er ákaflega skipulega upp sett, í henni er fjöldi æfinga, skýringa og leið-
beininga. Þetta þarf ekki að koma á óvart því að bókin á rætur sínar að rekja til reynslu
höfundar af stafsetningarkennslu við Menntaskólann í Reykjavík, en þar hefur verið