Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Síða 278
276 Ritfregnir
nokkurs konar miðstöð stafsetningarkennslu í landinu um áratuga skeið. Bókin er alls
165 blaðsíður og á síðustu síðunni er heimildaskrá þar sem einkum eru taldar orða-
bækur, kennslubækur og regluhefti um stafsetningu.
Bók Sigurðar Konráðssonar, Hljóðfrœði, er kennslukver ætlað byrjendum í hljóð-
fræði. I inngangi er gerð almenn grein fyrir hljóðfræði og sagt að það megi skipta
henni í þrjár greinar, þ.e. hljóðmyndunarfræði, hljóðeðlisfræði og hljóðnámsfræði, en
með síðasta orðinu er átt við það „hvemig móttöku málhljóða er háttað, hvemig við
skynjum málhljóð" (sjá ritdóm um bók Jörgens Pind Sálfrœði ritmáls og talmáls hér
framar í þessu tímaritshefti). I kennslubók Sigurðar er lögð mest áhersla á hljóðmynd-
unarfræðina. A eftir inngangi koma fyrst kaflar um talað mál og ritað, atkvæði og sér-
hljóð. Þá er fjallað um talfærin og myndunarstað hljóða og síðan röddun og lengd. Því
næst er rætt um flokka samhljóða og myndunarhátt þeirra og þar með er yfirliti yfir
íslensk málhljóð eiginlega lokið. Þá tekur við kafli um alþjóðlega hljóðritunarkerfið
og þar er m. a. lýst algengum frávikum frá stafrófi þess í íslenskri hljóðritunarhefð,
auk þess sem tekin em dæmi úr erlendum málum til skýringar og samanburðar. Þar á
eftir em svo kaflar um hljóðreglur og samfellt mál (ýmiss konar aðlögun orða í sam-
felldu tali), breytingar á framburði og mállýskumun, kafli um frávik frá hefðbundn-
um framburði og loks stuttur kafli er nefnist Æfingar í hljóðritun og stafsetningu. I
síðasta kaflanum er þó reyndar einkum verið að vekja athygli á dæmum um það að
erfitt sé að ráða framburð af stafsetningu (eða stafsetningu af framburði) og lítið verið
að æfa nemendur í hljóðritun. Bókin endar á stuttri ritaskrá og einni síðu með ellefu
minnisatriðum varðandi hljóðritun. Alls er bókin 64 síður. Hún virðist aðgengileg, í
henni er fjöldi æfinga og áherslan liggur á því að tengja hljóðfræði við raunvemleik-
ann (og öfugt) fremur en kenna hljóðritun sem sérstakt afbrigði stafsetningar, eins og
stundum hefur viljað brenna við í íslenski hljóðfræðikennslu.
Kennslubók Ragnheiðar Briem, Hefðbundin setningafrœði, ber það með sér að þar
hefur öflugur og vel skipulagður kennari um vélt. Eins og lýst er í inngangi er ekki
gerð nein tilraun í þessari bók til þess að flétta saman hefðbundna setningafræði og
svokallaða málkunnáttufræði. Höfundur skýrir það með því að bæði sé þar um of ólík-
ar „stefnur“ að ræða og auk þess hefði það verið of mikið verk. Auðvitað er rétt að
markmið málkunnáttufræðinga er að hluta til annað en þeirra sem aðhyllast hefð-
bundnari mállýsingu og ekki alltaf hlaupið að því að sameina þetta tvennt. Aftur á
móti er ekki endilega erfitt eða tímafrekt í sjálfu sér að taka eitthvert mið af því sem
íslenskir setningafræðingar hafa verið að fást við síðastliðinn aldarfjórðung eða svo.
Þess gætir þó heldur lítið í þessari bók, nema þá helst þar sem segir (bls. 15) að það
hafi „heyrst vangaveltur um“ að íslensku tilvísunarorðin sem og er séu samtengingar
en ekki fomöfn. Um þær vangaveltur er síðan ekki fjallað frekar heldur aðeins sagt að
litið verði svo á að sem og er tilheyri fomöfnum. Um leið er sleppt tækifæri til þess
að skýra þann mun á íslenskum og þýskum tilvísunarsetningum sem þó era bomar
saman á þessum stað. — Hins vegar er alveg ljóst að þessi bók og æfingaheftin sem
henni fylgja þjóna vel því meginmarkmiði sem höfundur hefur sett sér: Að kenna