Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Page 279
Ritfregnir 277
nemendum að greina í setningarhluta og ólíkar gerðir setninga. Sjálf kennslubókin er
117 blaðsíður og æfingaheftin tæpar 40 blaðsíður hvort og þau innihalda svör og skýr-
ingar auk verkefnanna sjálfra.
Síðasta bókin sem hér er talin, bók Gísla Skúlasonar Hagnýt skrif, er kennslubók í rit-
un eins og segir í undirtitli. Þar er haldið áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur ver-
ið í nokkrum nýlegum bókum um ritun og frágang að leggja áherslu á þjálfun í ritun
margvíslegra texta í stað tiltölulega einhæfrar kennslu í því að setja saman langar rit-
smíðar um efni eins og „Sumarvinna mín“ eða „Varðveisla íslensks þjóðernis". Að
þessu leyti minnir bókin á eldri kennslubækur og handbækur um ritun, svo sem bók
Baldurs og Bjama annars vegar eða bók Ingibjargar og Þórunnar hins vegar (þessara
bóka er beggja getið í ritaskrá Gísla). Bók Gísla skiptist annars í fjóra aðalhluta en
þeir skiptast aftur í smærri kafla. Fyrsti hlutinn nefnist Undirbúningur, annar Orð á
blað, þriðji Heimildavinna og fjórði Gerðir ritsmíða. í þeim síðasta er fjallað í stuttu
og skýru máli um blaðagreinar, bókmenntaritgerðir, bréf, fréttir, fundargerðir, glósur,
lesendabréf, lýsingar, mannlýsingar, minningargreinar, ritgerðir, ræður, skýrslur,
starfsumsóknir og viðtöl. Með skemmtilegri uppsetningu er vakin athygli á meginat-
riðum sem varða hverja tegund. Sú framsetning ber auðvitað nokkur merki þess að
hér er um að ræða kennslubók handa framhaldsskólanemum og þeir þurfa oft að setja
saman ritsmíðar um ýmis efni hvort sem þeim Iíkar betur eða verr (oftast kannski
verr). En bókin hentar þó líka ýmsum sem vilja gjama skrifa um tiltekið efni en þurfa
á leiðbeiningum að halda um frágang þess og framsetningu. Þar má t.d. benda á kafl-
ann um minningargreinar sem margir skrifa. Þar geta skýrar leiðbeiningar Gísla áreið-
anlega nýst vel. Bókin er alls 128 blaðsíður og endar á skrá yfir rit sem dæmi em tek-
in úr, en fjölbreytt og vel valin dæmi eru einmitt einn meginkostur bókarinnar.