Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 20
i8
Katrín Axelsdóttir
606). Sú tala segir kannski ekki mikið án samanburðar við önnur fornöfn.
Fornafnið enginn kemur talsvert við sögu hér á eftir. Um það fornafn,
sem er í bókinni í 12. sæti, eru 1651 dæmi. Um hvorugur eru á hinn bóg-
inn aðeins 19 dæmi. Aþekkt hlutfall kemur í ljós þegar litið er til forn-
málsins. I Möðruvallabók, sem er stórt handrit og gefur því ágæta mynd,
eru líklega yfir 700 dæmi um fornafnið engi en um hvorgi eru ekki nema
27 dæmi (sbr. Möðruvallabók I 1987:36, 89).7 Munur á tíðni fornafnanna
tveggja er því mikill, bæði að fornu og nýju.
Eins og nefnt var í 2.1 hafði hvorgi tvenns konar merkingu í fornu
máli, jákvæða (‘hvor heldur sem er’) og neikvæða (‘hvorki annar né hinn’).
Jákvæð merking er ekki lengur til í málinu og hún var miklu sjaldgæfari
en hin í fornu máli. I þessari rannsókn er ekki greint á milli merkinganna
tveggja, dæmi um hvorgi í jákvæðri og neikvæðri merkingu eru reiknuð
saman. Ástæðan er sú að einstaka sinnum er óljóst um hvora merkinguna
er að ræða. Þetta ætti ekki að koma að sök því að dæmi jákvæðrar merk-
ingar og óviss dæmi eru svo fá.8 Ekki verður heldur séð að þessi dæmi
skeri sig frá öðrum hvað beygingu varðar.
2.4 Eldri athuganir
Um fornafnið hvorgi, hvorugur hefur ekki mikið verið skrifað og hvergi er
að finna um það sögulega heildarúttekt. En um það eru vitaskuld grund-
vallarupplýsingar í yfirlitsritum um fornmálið (t.d. hjá Wimmer 1874,
Jóni Þorkelssyni 1874, Noreen 1923) og í fornmálsorðabókum (Fritzner
1886-1896, Cleasby 1874). Björn K. Þórólfsson (1925), Kjartan G. Ottós-
son (1992), Guðrún Kvaran (2005) og de Leeuw van Weenen (2007)
nefna fornafnið öll stuttlega og verður gerð grein fyrir því á viðeigandi
stöðum hér á eftir.
7 Hér eru ekki talin með dæmi um atviksorðið ekki né um myndina hvorki sem hluta
fleygaðrar tengingar. Sé þetta talið með eru tölurnar 1716 og 77. Erfitt getur verið að greina
sundur atviksorðið og fornafnsmyndina ekki, en talið hefur verið að dæmi um atviksorðið
ekki í Möðruvallabók gætu verið allt að 988 (sbr. Katrínu Axelsdóttur 2006:176).
8 Af þeim dæmum sem hér hefur verið safnað (þ.e. úr ritum nefndum í vibauka) er
aðeins eitt dæmi jákvæðrar merkingar, tvö hafa óljósa merkingu og í fjórum tilvikum
kemur hvorgi fyrir ásamt öðru neitunarorði, þannig að erfitt er að skera úr um hvort um er
að ræða jákvætt dæmi á eftir neitun eða tvöfalda neitun. Hjá Fritzner (II 1891:114—115) eru
talin upp nokkur dæmi um jákvæða merkingu. Þau eru miklu færri en dæmin um nei-
kvæðu merkinguna og sum þessara dæma flokkast sem vafadæmi, þ.e. þau gætu verið já-
kvæð eða neikvæð.