Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 35
Rýnt í sögu fornafnsins hvorgi, hvorugur
33
ugan komu fram. En til er önnur mynd í þf.kk.et. með tveimur fallend-
ingum. Þetta er myndin hvomugan, en um hana eru fimm dæmi í rit-
málssafni Orðabókar Háskólans, öll frá 19. og 20. öld. Myndin kann vita-
skuld að vera miklu eldri, en hún hefur væntanlega orðið til áður en
myndin hvomgan hvarf endanlega.47
Dæmin í ritmálssafninu um hvomugan virðast bundin við Austurland
(sjá Guðrúnu Kvaran 2004:183).48 í plöggum Björns M. Ólsen er hvom-
ugan (og hvumugan) getið sem austfirskrar orðmyndar (Guðrún Kvaran
2004:173, 183). Aðalsteinn Davíðsson cand. mag. (f. 1939) (munnl. heim-
ild) segir að myndin hvomugan hafi heyrst í mæltu máli á Fljótsdalshéraði
þegar hann var að alast upp.49 Valgeir Sigurðsson (f. 1927) (munnl. heim-
ild), ættaður úr Vopnafirði, kannast líka vel við þessa mynd. Myndin
hvornugan kann því hafa lifað lengur austanlands en annars staðar. Og
hugsanlegt er að hún hafi hvergi tíðkast nema þar.5°
3-5 Nýjar myndir taka við af*hvorski
Upphaflega hlýtur mynd ef.et.kk. og hk. að hafa verið *hvors-ki, þ.e. eign-
arfallsmyndin hvors að viðbættum henglinum -ki (í stað -gi fyrir áhrif
47 Engin eldri dæmi en dæmin í ritmálssafninu hafa fundist við þessa rannsókn.
Vissulega er möguleiki að hvomugan sé nýjung, en það er ekki ýkja sennilegt. Líklegra er
að orðmynd með tveimur sýnilegum beygingarendingum (sem er harla sjaldgæft í íslensku)
eigi rætur að rekja til sambærilegs fyrirbæris sem var til í málinu áður, þ.e. myndarinnar
hvomgan. — Það er athyglisvert að engin dæmi eru um myndina *hvomigan. En dæmi um
þf.kk.et. eru fremur fá og það kann að vera tilviljun að dæmi um þessa orðmynd hafi ekki
varðveist. Úr því að myndin hvomugan er til er ekki ósennilegt að *hvomigan hafi verið til
Hka. Myndin hefur þá væntanlega komið fram á svipuðum tima og hvorigan, þ.e. þegar
viðskeytið -ig- fer að ryðja sér til rúms í þf.kk.et. *Hvomigan hefur þá verið arftaki mynd-
arinnar hvomgan, en ekki fyrirrennari. Noreen (1923:324) hefur reyndar myndina
hvom(i)gan í beygingu fornafnsins hvorgi. Hugsanlega þekkti hann dæmi um hvomigan, en
emnig getur verið að hann hafi giskað á að myndin hafi verið til.
48 Eina dæmið í ritmálssafninu, sem bendir ekki til Austurlands, er í Gerplu Halldórs
Laxness, þar sem líkt er eftir fornmáli sem kunnugt er. Þarna hefur Halldór gert ráð fyrir
að hvomugan hafi verið til í fornu máli en það stenst ekki. Myndin hvorngan var hins vegar
alvanaleg i fornu máli eins og komið hefur fram.
49 Aðalsteinn segir einnig frá því að þegar hann var í Eyjafirði á 6. áratugnum hafi hann
heyrt vinnufélaga nota orðmyndina hvomugan (frb. „hvodnugan"). Maðurinn var af Jökuldal.
50 Myndin hvomugan er gefin upp í orðabók Blöndal, en ekki er þess getið þar að þetta
se staðbundin mynd (Guðrún Kvaran 2004:183). Þess er ekki getið heldur í íslenskri orða-
bók 2002.