Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 142
140
Þorsteinn G. Indriðason
sem er frammælt og kringt (en ekki fjarlægt, þ.e. /u/) og það skiptir ekki
máli hversu mörg samhljóð fara á undan hljóðvarpsvaldinum.2
Hljóðbeygingarreglur eru aftur á móti bundnar ákveðnum beygingar-
formdeildum eins og áður sagði og þeim verður ekki lýst með góðu móti
nema skírskota til þessara formdeilda. Regla eins og /-hljóðvarpið er að
mörgu leyti ágætt dæmi um þetta. Hljóðvarpið er í raun samnefnari yfit
fleiri ferli og þess sér víða stað í málkerfinu, sbr. eftirfarandi yfirlit (byggt
á Eiríki Rögnvaldssyni 1984:131 en bætt við að hluta):
(2)a. /jó, (jú)/ ~ /í/ (stafs.ji) bjóða (nh.) ~ býð (í.p.et.nt.frsh.)
b. /(j)u, o/ ~ /i/(stafs.y) sonur (nf.kk.et.) ~ syni (þgf.kk.et.)
c. /au/ ~ /ei/ (stafs. ey) auka (nh.) ~ eyk (í.p.et.nt.frsh.)
d. /á, ó/ ~ /æ/ bók (nf., kvk., et.) ~ bækur (nf.kvk.ft)
e. /a, (ö)/ ~ /e/ maður (nf., kk., et.) ~ menn (nf.kk.ft-)
Hér blasir ekki við hvernig ætti að setja fram einfalda reglu sem vísar ein-
göngu í hljóðþætti sérhljóðakerfis nútímamálsins, enda er hljóðvarpsvald-
urinn í fæstum tilvikum sýnilegur og hljóðavíxlin skilyrt af breytingum
beygingarlegs eðlis, t.d. úr nafnhætti í nútíð, úr eintölu í fleirtölu o.s.frv.
Undantekningin frá þessu eru víxlin sonur ~ syni þar sem hljóð-
varpsvaldurinn er til staðar, en ekki er hægt að segja að þetta séu virk
hljóðkerfisleg víxl, sbr. kok ~ koki eða ormur ~ ormi. Víxlin maður ~ menn
og bók ~ bœkur minna svo óneitanlega á víxlin land (et.) ~ lönd (ft.) í sarm
bandi við M-hljóðvarpið, enda er það almennur skilningur að í víxlum eins
og land ~ lönd sé ekki að verki hinn virki hluti w-hljóðvarpsins heldur
hljóðbeygingarregla.
Hér á undan hefur verið fjallað um /’-hljóðvarpið í beygingu og hvernig
virkni þess er skilyrt þar af beygingarformdeildum. En hvernig skyldi
virkni hljóðvarpsins háttað í orðmyndun þar sem möguleiki er á /’-hljóð'
varpsvíxlum, t.d. á undan viðskeytinu -ing-i Þar virðumst við fá venjuleg
/’-hljóðvarpsvíxl í sumum tilvikum, sbr. yfirlitið í (3):
2 Lesendur geta til frekari glöggvunar borið þessa lýsingu saman við einfalda upP'
setningu islenska sérhljóðakerfisins á borð við þessa, þar sem þau hljóð sem skipta máli eru
feitletruð (sjá t.d. Indriða Gíslason og Höskuld Þráinsson 2000:34):
FRAMMÆLT UPPMÆLT
ókringd kringd ókringd kringd
nálæg í ú
miðlæg i u
fjarlæg e ö a 0
o