Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 50
48
Katrín Axelsdóttir
En ef svo er ekki gætu myndirnar bent til þess að um sé að ræða ranga
fyrningu. I ritmálssafninu er svo einnig eitt dæmi frá 18. öld, og það er
ekki marktækt heldur.87
Niðurstaðan er því sú að ekki er að sjá að myndin hvorgi í nf.kk.et. hafi
lifað lengi fram yfir 1600 og hvorugur (hvorigur) virðist hafa komið upp um
svipað leyti. Þetta þarf þó ekki þýða að breytingin hafi orðið snögglega,
kannski var breytingatíminn mun lengri en hinar rýru heimildir benda til.
Þá er að víkja stuttlega að breytingum í nf.kvk.et. og nf./þf.hk.ft. en
dæmi um þetta tvennt eru sýnu færri en dæmi um hvorgi í karlkyni.
Niðurstöður eru því ótraustar.
I þeim ritum sem hér eru til athugunar fannst aðeins eitt dæmi um
hvorgi í kvenkyninu (utan eins dæmis í elstu norsku handritunum), í Guð-
brandsbiblíu (1584). Um nýja mynd, hvorug, eru elstu dæmi frá 17. öld, í
bréfabók Þorláks Skúlasonar og prestastefnudómum Brynjólfs Sveins-
sonar. I ritmálssafni Orðabókar Háskólans er aðeins eitt dæmi um gömlu
kvenkynsmyndina hvorgi fyrir utan dæmið í Guðbrandsbiblíu. Það er í
Passio Odds Einarssonar frá 1620. Einu dæmi ritmálssafnsins um nýja
kvenkynsmynd (eldri en frá 20. öld) eru tvö dæmi í Jarðabók Arna Magnús-
sonar og Páls Vídalín frá upphafi 18. aldar, hvorig og hvorug. A þessu er
eins og gefur að skilja lítið að byggja, en ekkert mælir á móti því að breyt-
ingin hér hafi orðið á svipuðum tíma og í karlkyninu.
Um nf./þf.hk.ft. er aðeins eitt dæmi í þeim ritum sem hér eru athug-
uð, hvorgi í riddarasögunni Viktors sögu og Blávus (hdr. 1450—1475). í rit-
málssafni Orðabókar Háskólans er eitt dæmi um gömlu myndina hvorgi,
að því er virðist í nf.hk.ft., í ritum Lærdómslistafélagsins frá 1786 og eitt
dæmi er í ritmálssafninu um nýja mynd, hvorig, í riti eftir Pál Melsteð frá
1868—1887. Ekki er ósennilegt að hvorgi í ritum Lærdómslistafélagsins
eigi rætur að rekja til málfýrningar.88 Því má vel vera að hvorugkyns-
hvorki getur því verið frá afritaranum komin. — I handritinu (71, 2. lína) hefur að því er
virðist fyrst verið ritað „hverki" en myndinni hefur síðar verið breytt í „hvorki" af Árna
Magnússyni sem gerði ýmsar lagfaeringar á handritinu. Árni hefur hins vegar ekki séð
ástæðu til að breyta „k“ í „g“.
87 Dæmið er í þjóðsögum Jóns Árnasonar (íslenzkarþjódsögurog&fintýri 11862:173). Það
er í inntaki úr söguþætti af Ásmundi flagðagæfu eftir séra Eyjólf Jónsson á Völlum í
Svarfaðardal og með hans hendi, en frásagnir hans teljast ótraustar málheimildir, sbr. nmgr. 85.
88 Á sömu blaðsíðu (Rit þess íslenzka Ltzrdóms-Lista Félags VII 1786:143) eru fjögur
dæmi um fornafnsmyndina engi (síðar enginn (kk.) og engin (kvk. og hk.ft.)) en sú mynd
var orðin sjaldgæf þegar á 16. öld þótt hún hafi reyndar þekkst fram á 19. öld (sjá Katrínu
Axelsdóttur 2006:171).