Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 56
54
Katrín Axelsdóttir
Guðbrandi Þorlákssyni, er fornlegt mynstur, hvorgi — hvorgi — hvorki. Eitt
dæmi er reyndar hjá honum um hvorki í kk. sem er sérkennilegt. Það er
hugsanlega prentvilla fyrir hvorgi.
3.11 Samanteki
í 3.2 voru skoðuð þau fáu dæmi sem eru um fornafnið hvorgi í elstu rit-
heimildum, íslenskum og norskum. I 3.3 var sjónum beint að ritum frá 13.
öld og eldri. Fjallað var um meginbreytinguna í sögu fornafnsins, breytta
röð GI og beygingarendinga, en hún er hafin þegar á tíma elstu ritheim-
ilda. Svo virðist sem þessi breyting hafi hafist fyrr í fleirtölu en eintölu; í
fleirtölu eru hlutfallslega fleiri dæmi um endingu í bakstöðu (-E#) en í
eintölu. Nefnt var að sætaskipti GI og beygingarendingar og upptaka
viðskeytisins -ig-/-ug- væri ekki eitt og hið sama þótt stundum færi þetta
saman. Við sætaskiptin urðu sumar beygingarmyndir fornafnsins hvorgi
sambærilegar myndum -(g-/-«g-lýsingarorða (s.s. hvorigrar), aðrar ekki
(s.s. hvorskis). Að lokum var -ig-/-ug- þó tekið upp alls staðar í beygingu
fornafnsins. Það gerðist ekki í einni svipan því að á 16. öld var viðskeytið
-ig-/-ug- enn ekki orðið allsráðandi í beygingu hvorgi. Þá loksins fóru
myndir sem höfðu hengil næst rót, hvorgi (kk.) og hvorki (hk.), að þoka
fyrir myndum með beygingarendingu aftan við viðskeyti: hvorugur (hvorigur)
og hvorugt (hvorigt).
I næstu undirköflum var fjallað um einstaka staði í beygingu fornafns-
ins hvorgi. I 3.4 var fjallað um þf.kk.et. Líkleg aldursröð mynda er: (l)
hvomgi, (2) hvorngan (hvorgan), (3) hvorigan, (4) hvorugan. Dæmi eru um
elstu myndina, hvomgi, í ritum sem talin eru samin snemma á 14. öld.
Myndin hvorngan (sk. millistigsmynd, þ.e. mynd með beygingarendingu
á tveimur stöðum) er sú mynd sem flest dæmi fundust um en óljóst er
hversu lengi hún lifði. Við tóku hvorigan og síðar hvorugan. Dæmi eru til
um aðra millistigsmynd, hvomugan (e.k. blendingsmynd úr hvomgan og
hvorugan) en þau dæmi eru miklu yngri en dæmin um fyrri millistigs-
myndina, hvorngan, eða frá 19. og 20. öld. Hvomugan á þó væntanlega
rætur að rekja til þess tíma þegar hvomgan (eða *hvomigan) þekktist enn.
I 3.5 var fjallað um ef.et.kk. og hk. Nákvæmar tímasetningar eru óvissar
en aldursröð mynda virðist vera þessi: (i)*hvorski, (2) hvorskis, (3) hvork-
is/hvorgis, (4) hvorugs (hvorigs). Myndin hvorskis (sk. millistigsmynd eins
og hvorngan og hvornugan) er sú mynd ef.et.kk. og hk. sem flest dæmi
fundust um. Yngsta dæmið um hana er í handriti frá því snemma á 16. öld
en ritið sjálft er samið á 14. öld. Dæmi eru til um myndina hvorkis frá 16.