Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 28
26
Katrín Axelsdóttir
I töflu 4 má sjá að -GI# er miklu algengara en -E# í eintölu, 127 dæmi á
móti 27.29 Öðru máli gegnir í fleirtölu. Þar kemur -GI# ekki nema einu
sinni íyrir en dæmi um -E# eru allmörg, eða 50. Þarna kemur því fram
verulegur munur á eintölu og fleirtölu. Það má því segja að í fleirtölu hafi
hin gamla röð myndana alloft getað komið fyrir, en það gerist sjaldan.
Hlutföllin benda til þess að breytingin hafi hafist fyrr, eða breiðst hraðar
út, í fleirtölu en eintölu.30
Astæða er til að bera þetta saman við hið áþekka fornafn hvergi ‘hver
sem er’. Þar var GI (sem hafði jákvæða merkingu) upphaflega aftan við
beygingarendingar, rétt eins og í fornafninu hvorgi, en GI tók síðan að
birtast fyrir framan endingarnar. Tafla 5 (bls. 26) er sambærileg við töflu
4, en rit eru þó nokkru færri.31
Þótt dæmi séu hér heldur fá sést að -GI# helst mun betur í eintölu en
í fleirtölu.32 Þetta bendir til þess að hlutföllin sem sjá mátti í töflu 4 séu
ekki tilviljun.
305). Það helgast af því að í þeim töflum eru nokkrar villur og ýmiss konar ónákvæmni
(de Leeuw van Weenen, pers. uppl.).
29 Eitt dæmi um -GI# á eftir beygingarendingu, utan ritanna i töflunni hér, er nefnt í
orðabók Fritzner (II 1891:115). Það er eintöludæmi (þgf.hk.et.), hvorugi (þ.e. hvárugi).
Dæmið er í Jakobs sögu postula. I seðlasafni fornmálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn
(ONP) eru þessu til viðbótar nokkur dæmi um -GI# á eftir beygingarendingu, öll í ein-
tölu: hvomgi (þf.kk.et.) í Viðræðu líkams og sálar (hdr. um 1310), Maríu sögu (hdr. um
1300) og B-gerð Guðmundar sögu biskups (hdr. um 1340—1390). I Grettis sögu í AM 556
a 4to (um 1475—1500) hef ég fundið dæmi um -GI# á eftir beygingarendingu i eintölu,
hvomgi (þf.kk.et.).
30 Þennan mun sá Wimmer (1874:94). En hann túlkaði þetta á þann hátt að um hefði
verið að ræða tvö fornöfn, hvorgi og hvorigr, sbr. 2.4. Hið fyrra hefði einkum verið notað í
eintölu (karlkyni og hvorugkyni) en hið síðara í fleirtölu (og kvenkyni eintölu). — Nú er
það svo, að í töflunni eru myndirnar hvor-gi (nf.kk.et.) og hvor-ki (nf./þf.hk.et.) alltíðar, en
beygingarending er þar horfin. Hugsanlegt er að menn hafi túlkað GI í þessum myndum
sem hluta af stofni, hvorg-i (sbr. t.d. þess-i) og hvorki-0, og þetta séu því ekki gild dæmi um
-GI#. En jafnvel þótt þessi dæmi (97 alls) væru tekin frá myndu hlutföllin samt benda í
sömu átt; -GI$ kemur frekar fyrir í eintölu en fleirtölu.
31 I eddukvæðum eru engin dæmi um fornafnið. I dróttkvæðum eru engin dæmi um
það heldur. (Á vefsíðunni Skaldic Poetry ofthe Scandinavian Middle Ages eru reyndar gefin
nokkur dæmi um fornafnið hvergi (undir „lemmata"). Þetta eru hins vegar dæmi um atviks-
orðið hvergi og fornafnið hvorgi. Við leit í gagnagrunni síðunnar fundust engin dæmi um for-
nafnið hvergi.)
32 Þrjú dæmi um -GI# fyrir aftan beygingarendingu, utan ritanna í töflu 5, eru nefnd
í orðabók Fritzner (II 1891:132). Þau eru öll eintöludæmi, hverrigi (þgf.kvk.) og hvemgi
(þf.kk., tvö dæmi). Þessi dæmi eru í Nikulás sögu, Rímbeglu og Rómverja sögu. Hér má
lika minna á að eina dæmið um -Glþ í Ólafs sögu helga hinni sérstöku er eintöludæmi