Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 224
222
Ragnar Ingi Aðalsteinsson
stöðugt í forgrunni. Það breytir engu um þá staðreynd að rannsóknir Riegers eru
undanfari annarra rannsókna á tengslum orðaáherslu og stuðlasetningar.
4. Schulte spyr um afstöðu mína til þess hver geti verið skýringin á því að öll orð
sem stafsett eru með h í framstöðu stuðla saman. Hann víkur að því að hér sé
hugsanlega um að ræða samspil margra þátta og einn af þeim geti verið rithefð,
þ.e. að sú venja að rita orð með h í framstöðu hafi haft áhrif á það að þessi hljóð
eru látin stuðla saman. Hér vísa ég í ritgerð mína á blaðsíðu 199. Þar er fyrst vísað
til Kristjáns Arnasonar (2000:14—15) þar sem hann heldur því fram að hér hafi
stafsetningin hugsanlega haft áhrif á það að orð sem rituð eru með h í framstöðu
stuðla öll saman. Síðan segir (bls. 199):
Samkvæmt þessu mætti ef til vill tala hér um hefðbundna (lærða) stuðlun (sjá
kafla 1.6.2), þ.e. að þegar saman stuðla framstöðuhljóðin hj, hl, hn og hr sé það
að minnsta kosti að einhverju leyti stuðlunarvenja sem byggist á hefð;
stuðlunin sé látin gilda þrátt fyrir að hljóðin falli ekki nákvæmlega hvert að
öðru, eins og venja er með jafngildisflokka, vegna þess að þeir sem yrkja, svo
og hlustendur/lesendur, þekkja venjuna úr eldri kveðskap.
Eins og hér má sjá tel ég að þessi hugmynd geti sem best átt við rök að styðjast. Ef
orðalagið hjá mér er ekki nægilega skýrt ítreka ég það hér með (sjá einnig svar nr.
7 við spurningum fyrri andmælanda).
5. Það er rétt, eins og fýrr kom fram, að margir fræðimenn eru enn þeirrar að
skýra megi sérhljóðastuðlunina með svokallaðri raddglufulokun. Þar er ég ein-
dregið á annarri skoðun. Fyrir því hef ég sett fram ýmis rök (sjá m.a. bls. 147_9
o.v.). Eitt af því sem vegur þungt í þeirri umræðu er sú staðreynd að í Kalevala-
kvæðunum er sérhljóðastuðlun beitt eins og í germönskum kveðskap en radd-
glufulokun er þó ekki þekkt í finnsku, sbr. það sem kom fram í svari til fyrsta and-
mælanda. Schulte bendir á að í fornum rúnaristum megi víða finna dæmi um að
stuðlað sé með sömu sérhljóðum og vekur upp þá spurningu hvort verið geti að
kenning Kocks og Classens, um að upphaflega hafi verið stuðlað með sömu sér-
hljóðunum, eigi við einhver rök að styðjast. Þessu er ég þegar búinn að svara (sbr.
nr. 6 við spurningum fyrsta andmælanda) en hér vil ég aðeins bæta því við að 1
okkar ljóðhefð þykir fallegra, þegar beitt er sérhljóðastuðlun, að nota mismunandi
sérhljóða, enda er það í samræmi við ábendingar Snorra Sturlusonar. Alls ekki er
víst að svo hafi verið alltaf og alls staðar. Vel er hugsanlegt að einhverjum rúna-
meisturum hafi fundist fallegra að hafa sama sérhljóðann í öllum stuðlasætunurn.
Það hefur ekkert með eðli sérhljóðastuðlunar að gera heldur er þar um hreint
smekksatriði að ræða. Gott dæmi um þetta er einmitt að finna í Kalevalakvæð'
unum. í hverjum þremur tilvikum af fjórum, þar sem stuðlað er með sérhljóðum,
er stuðlað með sama sérhljóðanum. Það bendir til þess að höfundum/ljóðunnend-