Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 111
109
Fom miðstigsbeyging í nútimamáli
'nnöfnunum. Hann segir líkindin felast í sams konar setningafræðilegri
hegðun en það skilji þó á milli að örnefnin séu notuð í forsetningarliðum
en eiginnöfnin ekki. En eins og fram kom í töfluy í 4.1 þá er þágufall lang-
algengasta fall örnefna.
I ljósi þessara niðurstaðna er fróðlegt að skoða tíðnitölur líkamshluta-
0rða. Fallatíðnitölur 15 algengra líkamshlutaorða sem er að finna í íslenskri
°rðtíðnibók (1991) eru sýndar í töflu 10 A°
EINTALA FLEIRTALA ALLS
NHFNIFALL 4,1% 7,2% 11,3%
þOLFALL 24,9% 21,8% 46,7%
þÁGUFALL 19,2% 19,0% 38,2%
eignarfall 0,8% 3.0% 3,8%
Tafla 10: Tíðni falla 15 algengra líkamshlutaorða í íslenskri orðtíðnibók
Niðurstaðan er nokkuð afgerandi: Þolfall er algengast, þá þágufall, því
n*st nefnifall og að lokum eignarfall; þau tvö síðustu langsjaldgæfust og
staða þeirra ósambærileg við stöðu þolfalls og þágufalls. í eintölunni er
þolfallið nokkru tíðara en þágufallið en í fleirtölunni er munurinn ekki
eins mikill. Um einungis fimm orð af fimmtán voru dæmi úr öllum föll-
uni. Oftast vantaði dæmi úr eignarfalli, jafnt eintölu sem fleirtölu. Hjá
flestum orðunum var þolfall algengasta fallið.
Þrátt fyrir að líkamshlutaorð teljist til samnafna hafa þau ákveðna sér-
stöðu innan þess hóps. T.d. má nefna að standi líkamshlutaorðin með for-
nöfnunum báðir og annar er greininum oftast sleppt þvert á hina almennu
reglu þar sem greinir er nánast alltaf skilyrði. Þannig er setningafræðileg
^egðun líkamshlutaorða skilyrt af merkingu og hún minnir stundum á
^egðun sérnafna.41 En sérstaða líkamshlutaorðanna felst kannski fyrst og
fremst í því að þau eru alltaf hluti heildar, hin órjúfanlega eign. Þau vísa til
staðar. í raun túlka tíðnitölurnar þetta: Við erum með tvo fætur, við
rueiðum okkur á fæti eða og erum með sár eða marblett á fætinum; við sól-
40 Þetta eru einungis tíðnitölur, ekkert er vitað um merkingarsvið orðanna, hvort þau
eru notuð í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu. Orðin eru þessi: armur, auga, bak, eyra,
Ongur, fótleggur, handleggur, haus, höfuð, hönd, lar(i), magi, rnunnur, tá. Einnig orðið vangur
°g niðurstaðan var sú sama. AIls 2489 dæmi.
41 Um þessa setningafræðilegu hegðun má t.d. lesa hjá Ástu Svavarsdóttur og Mar-
8féti Jónsdóttur 1998:150-151.