Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 161
Tvö gömul orðasöfn 159
(a7o) hefur einnig sögnina að gálma sem flettu í merkingunni ‘sinuari,
kr^lles’. B1 (235) merkir sögnina ekki sem staðbundna í merkinguni ‘gaa
af Lave, komme i Uorden’. Miðmyndina gálmast segir hann merkja ‘gaa
af Lave, komme i Uorden’. í Tm eru nokkur dæmi um miðmyndinagd/w-
ast notaða þegar snurða hleypur á þráð, t.d. þráðurinn, bandið gálmast.
kau eru af Suðaustur- og Austurlandi. Eitt þeirra er frá Þórbergi Þórðar-
syni úr Austur-Skaftafellssýslu. Hann skrifaði: „þráðurinn gálmast, snurða
kemur á þráðinn". Á öðrum seðli frá Þórbergi stendur: „prjónið gálmar,
ptjónið er skakkt prjónað, t.d. að sú lykkja er prjónuð rétt, sem á að vera
snúin, eða snúin, sem á að vera rétt.“ Þessi síðari notkun, þ.e. að prjón eða
band gálmi, er þekkt á Vestur- og Norðurlandi en ekkert dæmi var í Tm
af Austurlandi. í seðlasafni Þórbergs Þórðarsonar (Guðrún Kvaran 2006)
er einn seðill um gálma: „bandið gálmar, þættir bands verða misslakir í
tvinningu.“ Heimildir hefur Þórbergur úr Hrútafirði og Dalasýslu.
ÁBIM (1989:226) gefur merkinguna ‘mistvinnast, mynda flækjubugð-
Ur (um lóðir), vera ójafnt, gúlpast (um prjón og vefnað)’ við sögninagálma.
Við gálmast gefur hann merkinguna ‘fara úr lagi, mistakast’. Uppruna
telur hann óljósan.
7- >dKlápur. Hornnstvfur: þa af er stikill.“ Jón úr Grunnavík bætti við: „er
§roft handbragd edur gröfr hlutr. ordklápr er ordhákr.“ Viðbót Jóns segir
ekkert um notkun í Meðallandi heldur er heimild um hans eigin vitneskju
Uru merkingu orðsins eða þá þess Austfirðings sem las handritið yfir.
bjálfur hefur JÓlGrv orðið ekki sem flettu í orðabókarhandriti sínu.
í Rm er engin heimild um hornstúf en allnokkrar um ílát. BH hefur
ekki þá merkingu sem fram kemur hjá Einari. Hana hefur B1 (434) í raun
ekki heldur þar sem hann nefnir ekki hornstrúf. Hann tekur hins vegar
uPp viðbót JÓlGrv og merkir handriti Einars. í Tm er ekki heldur heim-
’ld um hornstúfinn en aftur á móti er orðið klápur sagt notað um þófna
ullarflík, þykkt, gróft efni, kollur og kirnur og um mann grófan í orð-
ragði og óáreiðanlegan. Dæmin eru úr öllum landshlutum.
ÁBIM gefur merkinguna ‘klunnalegt ílát, kláfur; vandræðagepill; orð-
ákur’ og styðst þar bæði við Rm og Tm. Hann virðist því hafna skýringu
mars þótt hún hafi fengið stuðning frá einhverjum kunnugum á Austur-
landi.
’^Lvdur, 0: skinna vmbvninngur, vnnder kuórnn so mióled ei spillest
Uldur.“ í Rm eru nokkrar heimildir um þessa merkingu. Frá um 1700 er
æmi sem birt er í Blöndu (1918—1920:394):