Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 220
2l8
Ragnar Ingi Aðalsteinsson
og fyrr kom fram) var auðvelt að finna skáld sem höfðu ort meira en 400 brag-
línupör og í öllum tilvikum varð að taka slembiúrtak úr efni skáldsins. Miðað var
við að skáldin væru þekkt og viðurkennd sem fulltrúar skáldakynslóðar sinnar
aldar (það er að vísu alltaf huglægt mat) og að til væru vandaðar útgáfur af verkum
þeirra. Um það hvort gagnagrunnurinn hefði orðið annar ef önnur skáld hefðu
verið valin er fátt hægt að segja annað en að önnur skáld hefðu skilað öðrum brag-
línupörum og vafalaust hefðu súluritin eitthvað sveiflast til. Hve mikið þau hefðu
sveiflast er ekkert hægt að segja um með vissu nema endurtaka tilraunina með
öðrum skáldum en þeim sem valin voru.
Aldrei kom til skoðunar að taka eddukvæðin inn í þennan grunn. Ég miðaði
valið, eins og fram hefur komið, við þekkta höfunda sem ég get staðsett í tíma og
ég treysti Finni Jónssyni (hef þó efasemdir um nokkur einstök kvæði, sjá síðar). I
rauninni hafði ég ekki um annað að velja. Mér kom aldrei til hugar að leggjast 1
rannsóknir á því hvaða líkur væru á því að allt væri rétt tímasett í Den norsk-
islandske skjaldedigtning. Auðvitað geta verið einhverjar misfellur í tímasetningu
Finns. Fram að þessu hefur þó verið viðurkennt af fræðasamfélaginu að verk hans
sé unnið af afburða þekkingu og trúmennsku við þær heimildir sem bestar hafa
fundist.
3. Sögulega yfirlitið þjónar þeim tilgangi að skoða hvað hefur verið sagt um rann-
sóknarefnið, stuðlunina, frá fyrstu tíð til okkar daga. Yfirlitið á að upplýsa les-
andann um það hvað hefur verið gert í þessu efni áður og hvers vegna ég taldi
nauðsynlegt að leggja alla þessa vinnu í rannsóknir á stuðlasetningunni. Eins og
sést þegar kaflinn er lesinn hefur lítið verið fjallað um þetta efni í fræðibókum her-
lendum. Það vekur nokkra furðu vegna þess hve kveðskaparhefðin var útbreidd
hér og hve háan sess hún skipaði í hugum Islendinga. Sem dæmi um það hve
fábreytt þessi umfjöllun er má nefna að þrátt fyrir að rannsókn mín sýni svo ekki
verður um villst afdrifaríka breytingu á stuðlasetningunni í kring um 1400 nefnir
enginn fræðimaður hana á nafn nokkurs staðar fýrr en Sigurður Kristófer Péturs-
son getur hennar í bók sinni Htynjandi íslenskrar tungu sem út kom 1923. Mer
þótti nauðsyn bera til að greina frá því sem unnið hafði verið af fyrri tíðar mönn-
um, og ekki síður því sem láðst hafði að geta um, áður en ég setti fram mínar eigw
niðurstöður.
4. Gnýstuðlun kallast það þegar stuðlað er með sk, sl, sm, sn, sp eða st. Ástæðan
fyrir því að svona er stuðlað er sú að hljóðið s, eitt hljóða, getur hleypt lágmarks-
hljómuninni aftur fyrir sig í framstöðuklasanum. Lágmarkshljómunin, sem ákvarð-
ar stuðlunina, er þess vegna í þessu tilviki inni í klasanum. í öllum öðrum tilvik-
um er hún fremst. Stuðlun með sl og sn (þ.e. þegar sl stuðlar við sl eingöngu og svo
sn við sn) kom til eftir að sníkjuhljóðið [t] smeygði sér inn á milli s og / annars vegar
og s og n hins vegar. Þessir klasar hljóma eftir það eins og stl/stn. Þar með er lág'
markshljómunin komin inn í klasann. Áður en sníkjuhljóðið kom til í klösunum