Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 209
MICHAEL SCHULTE
Andmæli við doktorsvörn
Ragnars Inga Aðalsteinssonar
i. Gildi rannsóknarinnar
Tólfalda tryggð eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson er innihaldsrík og metnaðarfull
rannsókn sem eykur þekkingu okkar á íslenskri stuðlasetningu verulega. Doktors-
ritgerðin, sem tekur einungis mið af formlegum atriðum, er mikil að umfangi og
styðst við fjölda fræðigreina: hljóðfræði og hljóðkerfisfræði, orðmyndunarfræði,
setningafræði, textafræði, samanburðarmálfræði, söguleg félagsmálvísindi og jafn-
vel tölfræði. Mögulega hefði mátt bæta við þennan lista textafræðilegum málvís-
indum, þ.e. no. skriftlingvistikk eða grafematikk, með hliðsjón af tengslum talaðs
máls og ritaðs, en um bókstafarim verður fjallað í kafla 5 hér að neðan.
Enginn vafi er á að ritgerðin felur í sér nýmæli. I henni sameinast vel útfærð
tölfræðileg úrvinnsla á notkun íslenskrar stuðlasetningar og félagsmálvísindaleg
viðhorfsrannsókn þar sem tíðnigreiningu er fylgt eftir með viðtölum við tvö nú-
tímaskáld, Þorstein frá Hamri og Þórarin Eldjárn. Framsetning efnisins ásamt
tíðnigreiningu á kveðskap frá mismunandi tímaskeiðum er ítarleg og styður rök-
ferslu höfundarins. Engu að síður er það hlutverk andmælandans að andmæla, að
taka að sér hlutverk advocati diaboli. Hér á eftir dreg ég því fram atriði sem ég tel
að geti verið grundvöllur umræðu eða gagnrýni. Jafnframt vil ég enn á ný taka
fram að þessi ritgerð Ragnars Inga er metnaðarfull rannsókn sem gefur okkur
mnsýn í mikilvæga þætti stuðlasetningar í íslensku. Metnaður verksins leggur
andmælanda jafnframt þær skyldur á herðar að vekja athygli á nokkrum umdeil-
anlegum spurningum.
2• Stuðlun og stuðlasetning: hátíðarbúningur eða hversdagsklæði?
Ragnar Ingi gengur út frá því að grundvallarmunur sé á frjálsri stuðlun og reglu-
bundnu stafrími, eins og segir á bls. 21:
Stavrim er þá afbrigði af allitteration. Stavrim fylgir rímmunstrinu, reglufast
og kerfisbundið, meðan allitteration getur þjónað sem alhliða fegurðarauki
hvort sem er í kveðskap eða prósa og er gjarnan notað í óhefðbundnum
ljóðum (Lie 1967:110; sjá auk þess Lilju 2006:99).
Að líta þannig á málið leiðir til tvískiptingar milli frjálsrar stuðlunar, þ.e. allittera-
rion, og reglubundinnar stuðlunar, þ.e. stafríms (sjá bls. 20). I íslensku væri hægt
ídenskt mál32 (2010), 2oy-2l6. © 2010 íslenska málfraðifélagið, ReykjavíL